

Sviðsstjóri hjúkrunar á Reykjalundi
Laus er til umsóknar 100% staða sviðsstjóra hjúkrunar á Reykjalundi.
Sviðsstjóri hjúkrunar gegnir leiðandi hlutverki í sínum faghóp um fagleg málefni, framþróun og endurmenntun. Hann leiðir skipulagningu starfa innan meðferðarteyma og þvert á meðferðarteymi þar sem það á við.
Sviðsstjóri hjúkrunar situr í stýrihóp stjórnenda Reykjalundar.
Staðan er laus strax eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Á Reykjalundi starfar hópur framúrskarandi hjúkrunarfræðinga í átta þverfaglegum meðferðarteymum sem skiptast á tvö meðferðarsvið. Áhersla er lögð á einstaklingsmiðaða nálgun og heildræna meðferð.
Í þverfaglegum teymum á Reykjalundi starfa auk hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafar, sálfræðingar, iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar, næringarfræðingar, íþróttafræðingar, talmeinafræðingar, sjúkraliðar og læknar.
Mötuneyti er á staðnum og aðgengi starfsfólks að heilsurækt og sundlaug. Vinnuvikan telur 36 stundir.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Íslenskt hjúkrunarleyfi gefið út af Embætti landlæknis.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Víðtæk reynsla af stjórnun er æskileg.
- Frumkvæði, leiðtogahæfni og metnaður í starfi.
- Þekking, áhugi og reynsla af þverfaglegu teymisstarfi.
- Kostur að hafa framhaldsmenntun í klínískri hjúkrun eða stjórnun.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum. Öllum umsóknum verður svarað.
Upplýsingar um starfið veita Ólöf Árnadóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar í gegnum netfangið [email protected] og Guðbjörg Gunnardóttir mannauðsstjóri í gegnum netfangið [email protected]












