
Hitt húsið - verkefnastjóri
Hitt Húsið leitar eftir að ráða verkefnastjóra sem er metnaðarfullur og drífandi og hefur brennandi áhuga fyrir málefnum ungs fólks. Um fjölbreytt og krefjandi starf er að ræða þar sem reynir mjög á mannleg samskipti.
Markmið starfsins er að að virkja og fræða ungt fólk á jafningjagrundvelli, efla félagsfærni og jákvæða sjálfsmynd. Verkefnastjóri ber ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd Jafningjafræðslunnar, heldur úti jafningjaráðinu yfir vetrartímann og skipuleggur vetrarfræðslu í framhaldsskólum, kemur að undirbúningi og framkvæmd virkninámskeiða, fer fyrir sértæku hópastarfi fyrir félagslega einangruð ungmenni á aldrinum 16-25 ára og fer fyrir þróun og framkvæmd virkni- og frístundanámskeiða. Viðvarandi hluti af starfinu er að veita ungu fólki á aldrinum 16-25 ára ráðgjöf er varðar félagsleg úrræði, frístundaúrræði og bjóða upp á forvarnarfræðslu.
- Utanumhald og framkvæmd Jafningjafræðslunnar s.s. verkáætlun fyrir sumarstarf, verkáætlun fyrir vetrarstarf og skipulagning viðburða.
- Framfylgja forvarnastefnu Reykjavíkurborgar og öðrum stefnum er varða málefni 16-25 ára og að móta heildstæða og faglega þjónustu fyrir markhópinn ásamt deildarstjóra Atvinnumála og forvarna.
- Þróa og framkvæma hópastarf fyrir félagslega einangruð ungmenni.
- Þróa og framkvæma frístunda- og virkninámskeið fyrir ungmenni.
- Huga að og veita faglega forvarnarvinnu fyrir ungt fólk.
- Skipuleggja forvarnarstarf fyrir ungt fólk.
- Aðstoðar við önnur verkefni deildarinnar í samráði við deildarstjóra og annað starfsfólk deildarinnar.
- Háskólamenntun á sviði mennta- eða félagsvísinda eða sambærileg menntun.
- Framhaldsmenntun er kostur og/eða víðtæk reynsla af starfi með ungu fólki.
- Framúrskarandi samskiptahæfni.
- Góð skipulagshæfni.
- Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi.
- Sjálfstæð vinnubrögð.
- Reynsla af verkefnastjórnun er kostur.
- Almenn tölvukunnátta.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög, sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Starfshlutfall er 100%, ráðið er til áramóta með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Laun eru samvkæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Sameykis. Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður Kamma Einarsdóttir, deildarstjóri atvinnumála og forvarna, [email protected].












