
Advania
Hjá Advania á Íslandi starfa um 600 sérfræðingar við að einfalda störf viðskiptavina okkar með snjallri nýtingu á upplýsingatækni. Þó við séum sérfræðingar í tækni viljum við veita framúrskarandi þjónustu. Við hlúum að fólkinu okkar og hjálpumst að við að skapa lifandi vinnustað.
Advania á Íslandi er hluti af Advania-samstæðunni sem er meðal umsvifamestu upplýsingatæknifyrirtækja á Norðurlöndum. Samstæðan er með 25 starfsstöðvar í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Bretlandi og Íslandi. Hjá henni starfa um 3500 sérfræðingar í upplýsingatækni.

Verkefnastjóri rekstrarlausna
Hefur þú reynslu úr upplýsingatækni og langar að stýra spennandi hýsingar- og rekstrarverkefnum með samheldnum hóp verkefnastjóra?
Við leitum að aðila sem er jákvæður, með góða þjónustulund og sýnir frumkvæði í starfi til að slást í hóp verkefnastjóra rekstrarlausna hjá Advania. Við sinnum fjölbreyttum verkefnum með megin áherslu á hýsingu og rekstur.
Viðkomandi mun starfa í teymi verkefnastjóra rekstrarlausna þar sem mikil áhersla er lögð á samvinnu, starfsþróun og stöðugar umbætur við stjórnun verkefna.
Þekking og reynsla
- Menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af stjórnun verkefna á sviði upplýsingatækni
- Framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni
- Geta til að stjórna mörgum verkefnum samhliða á árangursríkan hátt
- Jákvætt viðhorf, frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
- Vottun í verkefnastýringu er kostur
Í boði er:
- Frábært starfsumhverfi þar sem skoðanir allra skipta máli og tækifæri er til þess að hafa mikil áhrif á starfsemi hópsins
- Samkeppnishæf laun
- Stuðningur og tækifæri til starfsþróunar
- Þátttaka í fjölbreyttum verkefnum
- Sveigjanlegur vinnutími
- Samheldinn og góður hópur samstarfsfólks
Advertisement published24. March 2025
Application deadline4. April 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

Sérfræðingur í verkefnastoð - Nýframkvæmdaverkefni
Landsvirkjun

Sérfræðingur í verkefnastoð - Endurbótaverkefni
Landsvirkjun

Leiðtogi barna og ungmenna í Borgarbyggð
Borgarbyggð

Grafískur hönnuður eða sjálfmenntaður með reynslu.
Samskipti ehf

Almenn umsókn
TM

Tæknilegur verkefnastjóri
Almannarómur

Hitt húsið - verkefnastjóri
Hitt húsið

Verkefnastjóri í jarðvinnu
Þróttur ehf

Skólastjóri útilífsskóla Svana
Skátafélagið Svanir

Verkefnastjóri tækni- og byggingarmála
Grundarfjarðarbær

Verkefnastjóri sumarnámskeiða Gróttu
Íþróttafélagið Grótta

Árnastofnun auglýsir eftir vefstjóra.
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum