Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Heilbrigðisgagnafræðingur - Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ

Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ leitar eftir að ráða heilbrigðisgagnafræðingi í 100% tímabundið starf til eins ár. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Við leitum að heilbrigðisgagnafræðing sem er sjálfstæður og tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni í starfsumhverfi sem er í sífellri þróun. Heilbrigðisgagnafræðingur vinnur náið með öðrum fagstéttum og gegnir lykilhlutverki varðandi utanumhald heilbrigðisupplýsinga. Á heilsugæslunni starfar metnaðarfullt starfsfólk í starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði fær að njóta sín. Hér ríkir góður starfsandi og er áhersla lögð á árangursríka teymisvinnu.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ber ábyrgð á ritun og umsýslu sjúkragagna vegna skjólstæðinga og í samvinnu við annað samstarfsfólk
  • Sér um móttöku, skráningu, skönnun og meðferð gagna í sjúkraskrárkerfinu Sögu
  • Sinnir lyfjaendurnýjun í lyfjasíma og Heilsuveru
  • Kemur að flokkun og svörun fyrirspurna í Heilsuveru
  • Samskipti við skjólstæðinga, aðrar heilbrigðisstofnanir, tryggingarfélög, lögfræðinga og fleiri
  • Aðstoðar í móttöku eftir þörfum
  • Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Nám í heilbrigðisgagnafræði 
  • Starfsleyfi frá Embætti landlæknis
  • Reynsla af ritarastarfi kostur
  • Þekking og reynsla af upplýsinga- og skjalastjórnun
  • Reynsla og þekking af Sögukerfi æskilegt
  • Reynsla af Heilsugátt kostur
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar, rík þjónustulund og jákvætt hugafar
  • Skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð
  • Góð almenn tölvukunnátta skilyrði
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
  • Góð almenn enskukunnáttu
Advertisement published12. December 2025
Application deadline5. January 2026
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Suðurströnd 12, 170 Seltjarnarnes
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Phone communicationPathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.Independence
Professions
Job Tags