Umhverfis- og orkustofnun
Umhverfis- og orkustofnun
Umhverfis- og orkustofnun

Greining orku- og sérleyfismála með umbætur að leiðarljósi

Laust er til umsóknar starf á skrifstofu forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar. Helstu verkefni munu felast í greiningu á rekstri og rekstraröryggi sérleyfisfyrirtækja á sviði innviða (hitaveitur, dreifiveitur o.s.frv.), greiningu á umbótatækifærum með almannahagsmuni að leiðarljósi og samskiptum við hagsmunaaðila. Einnig mun viðkomandi aðili sinna fjölmörgum sérverkefnum á sviði upplýsingaöflunar, gagnagreininga, stafrænnar þróunar og stöðugra umbóta á öllum sviðum stofnunarinnar. Verkefnin eru þess eðlis að góð samskipti við evrópskar og alþjóðlegar stofnanir eru nauðsynleg. Sérstök áhersla verður lögð á farsæl samskipti við hagsmunaaðila.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Fjármála- og rekstrargreiningar á orku- og sérleyfisfyrirtækjum á sviði innviða

· Greining á umbótatækifærum með almannahagsmuni að leiðarljósi

· Stýring og ábyrgð á sérverkefnum á sviði orku- og sérleyfisfyrirtækja

· Samskipti og upplýsingaöflun

· Stuðningur við verkefni á sviði raforkueftirlitsins

· Stuðningur við verkefni á sviði stafrænnar þróunar

· Stýring og ábyrgð á mörgum spennandi sérverkefnum er tengjast öllum sviðum Umhverfis- og orkustofnun

Menntunar- og hæfniskröfur

· Háskólamenntun á sviði fjármála eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi

· Þekking og reynsla á fjármálum ríksins er kostur

· Þekking og reynsla af orkumálum, loftslagsmálum eða orkuskiptum

· Þekking og reynsla á fjármálum og arðsemisgreiningum sérleyfisfyrirtækja er skilyrði

· Reynsla af að leiða umbótaverkefni og virkja ólíka aðila til samstarfs

· Stafræn verkefni – þekking og geta til að sýna frumkvæði

· Reynsla og hæfni af umbreytingu gagna í notendavænar upplýsingar

· Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti

· Góð samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskiptum

· Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð

· Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur

· Haldbær þekking á einu Norðurlandamáli er kostur

Advertisement published22. April 2025
Application deadline12. May 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags