Do you want to translate non-english job information to English?
Öryggismiðstöðin
Öryggismiðstöðin
Öryggismiðstöðin

Framtíðarstarf á Lager Öryggismiðstöðvarinnar

Öryggismiðstöð Íslands leitar að jákvæðum, drífandi og áreiðanlegum einstaklingi til að gangast til liðs við öflugt og samhent teymi í vöruhúsi fyrirtækisins. Um er að ræða fullt starf í dagvinnu alla virka daga á traustum og metnaðarfullum vinnustað.

Við leitum að einstaklingi sem er skipulagður, með góða þjónustulund og er tilbúinn til að takast á við fjölbreytt verkefni. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Móttaka og frágangur á vörum
  • Vöruafgreiðsla til innri og ytri viðskiptavina
  • Samskipti við viðskiptavini
  • Umsjón og umhirða með vöruhúsi
  • Vörutalningar og skráningar
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Reynsla af lagerstörfum er kostur
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Heiðarleiki og stundvísi
  • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Þekking/reynsla Navision/Business Central kostur
  • Lyftarapróf er kostur
  • Góð íslenskukunnátta og hæfni í ensku
  • Hreint sakavottorð er skilyrðu

Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl 2025. Með umsókn skal fylgja ferilskrá. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar um starfið veitir Einar Helgi Ragnarsson, deildarstjóri Fjármála- og rekstrarsviðs í gegnum netfangið einar@oryggi.is.

Advertisement published3. April 2025
Application deadline16. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Askalind 1, 201 Kópavogur
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Lyftarapróf
Professions
Job Tags
Would you like some cookies? Alfred uses cookies to analyze traffic on the web and improve your experience. See more.