
Ískraft
ÍSKRAFT var stofnað af Herborgu Halldórsdóttur og Hreggviði Þorgeirssyni í nóvember 1975.
Í upphafi einskorðaði fyrirtækið sig við útvegun raflagnaefnis til rafveitna, ekki síst til RARIK sem þá vann að lagningu Byggðalínu. ÍSKRAFT útvegaði í þetta umfangsmikla verkefni, tengivirki, línuvír, einangra, spennubreyta og margt fleira.
Árið 1980 jukust umsvifin á hinum almenna rafiðnaðarmarkaði og hefur síðan verið unnið stöðugt að útvíkkun starfseminnar á því sviði.
Í árslok 1987 sameinuðust ÍSKRAFT og Ásel hf. í Garðabæ og jókst þá vöruúrvalið á sviði töflubúnaðar mjög.
Árið 1999 er Ískraft keypt og sameinast rekstri Húsasmiðjunnar.

Liðsauki í vöruhús - sumarstarf
Við leitum við að hörkuduglegum og drífandi einstaklingum sem búa yfir mikilli þjónustulund og hafa jákvætt hugarfar til að starfa í vöruhúsi Ískrafts á Höfðabakka í sumar.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi störf í lifandi umhverfi þar sem öll vinnuaðstaða er til fyrirmyndar í nýju og glæsilegum höfuðstöðvum Ískrafts. Lögð er rík áhersla á jákvæð samskipti og samvinnu og við vinnum saman að því alla daga að veita framúrskarandi þjónustu til okkar viðskiptavina.
Vinnutími er 08:00 -16:30 mán-fim og 08:00 - 16:00 á föstudögum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tiltekt og afgreiðsla á pöntunum
- Móttaka og frágangur á vörum
- Samskipti og þjónusta við viðskiptavini
- Önnur almenn störf á lager
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af lagerstörfum er kostur
- Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Stundvísi, jákvæðni og heiðarleiki í starfi
- Almenn tölvukunnátta
- Góð íslenskukunnátta
- Lyftarapróf er kostur
- Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
- 20 ára aldurstakmark
Fríðindi í starfi
- Heilsuefling, s.s. heilsufarsskoðun, bólusetning, aðgangur að sálfræðiþjónustu, heilsueflandi fræðsla.
- Aðgangur að orlofshúsum.
- Ýmsir styrkir, s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur og fræðslustyrkur.
- Afsláttarkjör í verslunum okkar.
Advertisement published1. April 2025
Application deadline27. April 2025
Language skills

Required
Location
Höfðabakki 7, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
HonestyPositivityForklift licenseHuman relationsIndependencePunctualTeam workCustomer service
Professions
Job Tags
Other jobs (3)
Similar jobs (12)

Starfsmaður í Auka- og varahlutaverslun
Toyota

Þjónustufulltrúi - Reykjavík
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Sumarstarf í verslun
Zara Smáralind

Sumarstarf í afgreiðslu - Leifsstöð
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Sumarstarf á lager
Heilsa

Starfsmaður í vöruhúsi Keflavík
DHL Express Iceland ehf

Sumarstarf - Móttaka og umpökkun Lyfja
Heilsa

Starf á lager
Fastus

Starf í stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins á öryggissvæðinu
Landhelgisgæsla Íslands

Móttaka og umpökkun lyfja
Heilsa

Akureyri: Verkstjóri timbursölu
Húsasmiðjan

Verslunarstjóri - Kjörbúðin Skagaströnd
Kjörbúðin