
Almenningssamgöngur höfuðborgarsvæðisins ohf.
Almenningssamgöngur ohf. er nýstofnað systurfélag Betri Samgangna ohf. Tilgangur félagsins er að annast þróun, skipulag og rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með sjálfbærni að leiðarljósi. Reksturinn tekur jafnt til leiðakerfis hefðbundinna strætisvagnaleiða og Borgarlínu. Jafnframt er tilgangur félagsins að styðja við loftslagsmarkmið stjórnvalda um sjálfbært, kolefnishlutlaust borgarsamfélag, stuðla að auknu umferðaröryggi og að tryggja skilvirkt samstarf milli ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um trausta umgjörð á uppbyggingu hágæða almenningssamgangna.
Framkvæmdastjóri
Brennur þú fyrir betri almenningssamgöngum og sjálfbærum lausnum?
Leiðtogi óskast í eitt mikilvægasta framtíðarverkefni höfuðborgarsvæðisins
Við leitum að einstaklingi sem hefur skýra framtíðarsýn, sterka leiðtogahæfni og færni til að vinna með hagaðilum við mótun og þróun almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar. Þetta er einstakt tækifæri fyrir drífandi og framsýnan stjórnanda til að stýra einu stærsta breytingarverkefni landsins, byggja upp rekstur Borgarlínu og bæta almenningssamgöngur fyrir þúsundir daglegra notenda.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiða uppbyggingu félagsins ásamt öflugum hópi starfsfólks og ábyrgð á daglegum rekstri.
- Móta stefnu og framtíðarsýn félagsins ásamt stjórn og leiða umbætur í almenningssamgöngum sem stuðlar að aukinni notkun og breyttum ferðavenjum.
- Þróa og innleiða nýtt leiðanet almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með áherslu á þjónustugæði, trúverðugleika, skilvirkni og sjálfbærni.
- Stýra innkaupum, þjónustusamningum og rekstri samninga.
- Tryggja sterkt samstarf við ríki, sveitarfélög, Betri samgöngur ohf. og aðra hagaðila.
- Ábyrgð á markaðs- og samskiptamálum, ímynd og trausti félagsins.
- Samskipti við hagaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af stefnumótun og innleiðingu stefnu.
- Árangursrík reynsla af stjórnun og rekstri.
- Framúrskarandi leiðtogahæfni og geta til að byggja upp öflugt og árangursmiðað starfsumhverfi.
- Reynsla af samningagerð, útboðum og opinberum innkaupum er kostur.
- Skilningur og áhugi á sjálfbærni, skipulagsmálum, orkuskiptum og nýsköpun í þjónusturekstri.
- Skipulagshæfni og færni til að leiða breytingar og aðlaga rekstur að nýjum áskorunum.
- Háskólapróf sem nýtist í starfi.
Advertisement published3. December 2025
Application deadline14. December 2025
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
Location
Hamraborg 9, 200 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Mannauðs- og gæðastjóri
Félagsstofnun stúdenta

Þjóðgarðsvörður á suðaustursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs
Náttúruverndarstofnun

Forstöðumaður – Nes listamiðstöð á Skagaströnd
Nes listamiðstöð ehf.

Safnstjóri
Hvalasafnið á Húsavík ses.

Teymisstjóri í íbúðakjarna fyrir fólk með fatlanir
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar

Leikskólastjóri
Sveitarfélagið Strandabyggð

Yfirverkstjóri á Hvammstanga
Vegagerðin

Framkvæmdastjóri markaðssóknar og sölumála
Nova

Sérfræðingur í tónlistariðnaði - Stjórnendastaða
Vetur Music

Deildarstjóri innkaupa og samningsstjórnunar
Umhverfis- og skipulagssvið

Teymisstjóri stefnumótunar og þróunar
Reykjavík - Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara

Uppbyggingarhlutverk á Vopnafirði
Ungmennafélagið Einherji