

Mannauðs- og gæðastjóri
Félagsstofnun stúdenta auglýsir eftir mannauðs- og gæðastjóra.
Félagsstofnun stúdenta leitar að öflugum og lausnamiðuðum einstaklingi í starf mannauðs- og gæðastjóra. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf þar sem megináhersla er lögð á að leiða mannauðs- og gæðamál stofnunarinnar, styðja við þróun heilbrigðrar vinnustaðarmenningar og tryggja fagleg vinnubrögð í allri starfsemi FS.
Mannauðs- og gæðastjóri vinnur náið með framkvæmdastjóra og stjórnendum einstakra þjónustueininga og gegnir lykilhlutverki í innleiðingu umbóta, stefnumótunar, fræðslu og verklagsþróunar. Starfið hentar vel einstaklingi sem brennur fyrir háskólasamfélaginu, hefur góða innsýn í mannauðs- og gæðastjórnun og vill hafa áhrif á framtíð þjónustu við stúdenta.
Mannauðsmál
- Stefnumótun í mannauðsmálum í samstarfi við framkvæmdastjóra.
- Ráðningarferli: auglýsingar, val, viðtöl, ráðningar og starfslok.
- Umsjón með mannauðsmælingum, vinnustaðagreiningum og starfsmannasamtölum.
- Þróun, endurskoðun og innleiðing starfslýsinga og verkferla.
- Umsjón með starfsmanna- og stjórnendahandbókum og miðlun upplýsinga um réttindi og skyldur.
- Þjálfun, fræðsla og starfsþróun í samstarfi við stjórnendur þjónustueininga.
- Launagreiningar, kjaramál og samskipti við aðila vinnumarkaðarins.
- Umsjón með jafnlaunakerfi og jafnlaunavottun; innleiðing og eftirfylgni.
- Dagleg ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk í mannauðsmálum, m.a. tengdum samskiptamálum, ágreiningi og vinnustaðamenningu.
Gæðamál
- Leiða þróun, innleiðingu og eftirfylgni heildstæðrar gæðastjórnunar FS.
- Yfirumsjón með gæðakerfi, gæðaviðmiðum og gæðahandbókum, þar á meðal verklagslýsingum og verkferlum í öllum þjónustueiningum.
- Tryggja að þjónusta og innri ferlar FS séu í samræmi við lög, reglur og innri gæðakröfur.
- Umsjón með gæðamálum FS, innleiðingu umbótaverkefna og þróun gæðaviðmiða.
- Skipuleggja og framkvæma innri úttektir og eftirfylgni á gæðamálum.
- Verkefnastjórn og eftirfylgni með innleiðingu nýrra ferla, kerfa og verklags.
- Greina frávik, meta áhættu og leiða úrbætur í samstarfi við stjórnendur.
- Önnur verkefni tengd gæðastjórnun, umbótastarfi og innri þróun FS.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði; framhaldsnám í mannauðs- eða gæðastjórnun er æskileg.
- Reynsla af sambærilegu starfi og góð þekking á mannauðs- og gæðamálum
- Þekking á jafnlaunakerfi, jafnlaunavottun og launatengdum ferlum er æskileg.
- Leiðtogafærni, frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi.
- Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðhorf og lausnamiðuð nálgun.
- Mjög góð tölvukunnátta og hæfni til að tileinka sér nýja tækni og kerfi.
- Góð tjáning í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku.
- Þjónustulund og skilningur á mikilvægi jákvæðrar vinnustaðamenningar.
Icelandic
English





