
Hvalasafnið á Húsavík ses.
Hvalasafnið á Húsavík er eitt af fáum sérhæfðum hvalasöfnum í Evrópu og býður gestum einstaka, fræðandi innsýn í heim hvalanna. Fræðsla og miðlun eru í forgrunni í starfsemi safnsins, og markmið þess er að efla þekkingu og vitund um hvali og hafið sem þeir lifa í.

Safnstjóri
Hvalasafnið á Húsavík leitar að metnaðarfullum og framsýnum safnstjóra í fullt starf til að
leiða starfsemi safnsins. Safnið er viðurkennt menningar- og fræðslusetur sem miðlar
þekkingu um hvali, haf og náttúru Íslands með sýningum, fræðslu og rannsóknum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Safnstjóri ber ábyrgð á faglegu starfi safnsins, þar á meðal söfnun, skráningu, varðveislu,
rannsóknum, miðlun og fræðslu. Auk þess felst starfið í:
- Daglegri starfsemi, rekstri og starfsmannamálum.
- Markaðs- og kynningarmálum.
- Samstarfi við skóla og atvinnulíf.
- Þróun nýrra lausna og innleiðingu nýsköpunar.
- Umsýslu með safneign og útleigu húsnæðis.
- Söfnun tölulegra upplýsinga.
- Gerð starfs- og ársáætlana, styrkumsókna og skýrslugerð.
- Samstarf við stjórn, hagsmunaaðila og innlenda sem erlenda fagaðila.
- Yfirumsjón miðlunar og sýningarmála.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af stjórnunarstörfum og verkefnastjórnun.
- Þekking á safnastarfi, fræðslu og miðlun.
- Góð íslensku- og enskukunnátta.
- Góð almenn tölvukunnátta. Þekking á DK hugbúnaði er kostur.
- Frumkvæði, sjálfstæði í starfi og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Skipulagshæfni og leiðtogafærni.
Advertisement published1. December 2025
Application deadline30. December 2025
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
Location
Hafnarstétt 1, 640 Húsavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Framkvæmdastjóri
Almenningssamgöngur höfuðborgarsvæðisins ohf.

Farangursþjónusta - Sumarstörf á Keflavíkurflugvelli 2026
Icelandair

Deildarstjóri hag- og áætlunardeildar
Mosfellsbær

Vörustjóri á ferðasviði
Icelandia

Deildarstjóri Rauða krossins í Eyjafirði
Rauði krossinn við Eyjafjörð

Spennandi skrifstofu- og bókunarstarf hjá DIVE.IS
Dive.is

Framkvæmdastjóri markaðssóknar og sölumála
Nova

Sérfræðingur í þjóðháttasafni
Þjóðminjasafn Íslands

Forstöðumaður Skjala- og myndasafns Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð

Uppbyggingarhlutverk á Vopnafirði
Ungmennafélagið Einherji

Gjaldkeri
Luxury Adventures

Farþegaafgreiðsla á Keflavíkurflugvelli - Sumarstörf 2026
Icelandair