Þjóðminjasafn Íslands
Þjóðminjasafn Íslands
Þjóðminjasafn Íslands

Sérfræðingur í þjóðháttasafni

Þjóðminjasafn Íslands leitar að öflugum einstaklingi í starf sérfræðings í þjóðháttasafni Þjóðminjasafnsins. Safnið hefur í rúm 60 ár safnað upplýsingum um lifnaðarhætti í landinu og leitar nú að sérfræðingi meðal annars til að þróa starfið í takt við stafrænan samtíma. Sérfræðingurinn þarf að hafa þekkingu og reynslu á rannsóknum og miðlun innan fræðasviðs þjóðfræði. Um er að ræða spennandi starf sem reynir á ólíka hæfni svo sem frumkvæði, nákvæmni, skapandi hugsun, samvinnu, tækniþekkingu og leiðtogafærni.

Sérfræðingur í þjóðháttasafni heyrir undir framkvæmdastjóra munasviðs með starfsstöð á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði.

Vinnustaðurinn okkar er fjölbreyttur og lifandi, þar sem sköpun, fræðsla og varðveisla menningararfsins fléttast saman í hvetjandi og framsæknu umhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Verkefnastjórn og framkvæmd verkefna í þjóðháttasafni og þverfaglegra verkefna
  • Söfnun og skráning þjóðhátta
  • Varðveisla óáþreifanlegs menningararfs
  • Rannsóknir á fræðasviðinu  
  • Samvinna í verkefnum innan safnsins og við samstarfsstofnanir
  • Nýsköpun í heimildasöfnun og miðlun
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf (BA/BS að lágmarki) sem nýtist í starfi er skilyrði
  • Reynsla af verkefnastjórnun er skilyrði
  • Reynsla af rannsóknarverkefnum á sviði þjóðfræði
  • Þekking á gagnaöflun og greiningarvinnu
  • Reynsla af gerð styrkumsókna er kostur
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
  • Frumkvæði, hugmyndaauðgi og drifkraftur
  • Sjálfstæði í starfi, metnaður og vönduð vinnubrögð
Advertisement published20. November 2025
Application deadline4. December 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Expert
Location
Tjarnarvellir 11, 221 Hafnarfjörður
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.DrivePathCreated with Sketch.ProfessionalismPathCreated with Sketch.Research papersPathCreated with Sketch.Clean criminal recordPathCreated with Sketch.ResearchPathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Report writingPathCreated with Sketch.NeatnessPathCreated with Sketch.Content writingPathCreated with Sketch.Team workPathCreated with Sketch.Research data analysis
Work environment
Professions
Job Tags