

Lektor í kennslu hönnunar og smíða hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Laust er til umsóknar fullt starf lektors á sviði hönnunar- og smíðakennslu við Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Kennsla námskeiða í hönnun og smíði fyrir verðandi grunnskólakennara, leikskólakennara og tómstundafræðinga.
- Leiðsögn nemenda við skrif lokaverkefna.
- Rannsóknir á sviði hönnunar- og smíðakennslu.
- Þátttaka í þróun kennsluhátta og rannsókna í hönnunar- og smíðakennslu innan Menntavísindasviðs.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Umsækjandi skal hafa lokið meistaraprófsritgerð og hafa þekkingu og reynslu í samræmi við alþjóðleg viðmið fyrir starfsheiti lektors á sviðinu, staðfest með áliti dómnefndar, eða með doktorsprófi frá viðurkenndum háskóla.
- Leyfisbréf kennara.
- Þekking á og reynsla af hönnunar- og smíðakennslu á vettvangi, ekki síst í grunn- og leikskóla.
- Reynsla af kennslu á háskólastigi er æskileg.
- Reynsla af rannsóknum á sviði list- og verkgreinamenntunar. Einnig er reynsla af rannsóknum á sviði hönnunar- og smíðakennslu æskileg.
- Góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Góð færni í íslensku, í ræðu og riti.
Advertisement published5. November 2025
Application deadline4. December 2025
Language skills
IcelandicRequired
Location
Hagatorg 1, 107 Reykjavík
Type of work
Skills
ProfessionalismResearch papersTeachingHuman relationsResearchResearch data analysis
Professions
Job Tags
Similar jobs (5)

Senior Training Specialist / Sérfræðingur í þjálfun og gæðamálum
Alvotech hf

Hjúkrunarfræðingur - Rannsóknarverkefni meðal krabbameinssjúklinga
Landspítali

Verkefnisstjóri á styrkjaskrifstofu
Háskóli Íslands

Jarðfræðingur á rannsóknarstofu óskast
Fossvélar

Akademísk staða í Viðskipta-og hagfræðideild
Háskólinn í Reykjavík