
Eimskip
Eimskip er alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem sinnir gáma- og frystiflutningum í Norður-Atlantshafi og sérhæfir sig í flutningsmiðlun með áherslu á flutninga á frosinni og kældri vöru. Með siglingakerfi sínu tengir Eimskip saman Evrópu og Norður-Ameríku í gegnum Ísland. Félagið starfrækir 56 skrifstofur í 20 löndum og hefur á að skipa fjölbreyttum hópi starfsfólks en í heildina starfa um 1.700 manns af 43 þjóðernum hjá félaginu.

Flokkstjóri í Dreifingarmiðstöð / Team Leader
Eimskip leitar að jákvæðum og drífandi einstaklingi í starf flokkstjóra í Dreifingarmiðstöð félagsins í Reykjavík. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf sem krefst sveigjanleika, leiðtogafærni og getu til að vinna undir álagi. Vinnutími er kl. 8-16 á virkum dögum, en möguleiki á yfirvinnu á álagspunktum þegar svo ber undir.
Í anda mannauðsstefnu Eimskips eru öll kyn hvött til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón og eftirfylgni með móttöku og staðsetningum á vörum inn í vöruhús
- Þjónusta við viðskiptavini
- Verkstjórnun og þjálfun starfsfólks
- Samskipti og upplýsingamiðlun vegna vörusendinga
- Almenn vöruhúsastörf
- Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsreynsla í vöruhúsi og við stjórnun er kostur
- Lyftararéttindi er kostur
- Almenn tölvukunnátta
- Gott vald á íslensku og/eða ensku
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð þjónustulund, heiðarleiki, stundvísi og metnaður
Fríðindi í starfi
- Öflugt starfsmannafélag sem rekur m.a. orlofshús víðs vegar um landið
- Heilsu- og hamingjupakki fyrir starfsfólk sem inniheldur m.a. heilsuræktarstyrk, sálfræðiþjónustustyrk, samgöngustyrk og fleira
- Gott mötuneyti og matur niðurgreiddur fyrir starfsfólk
Advertisement published1. April 2025
Application deadline13. April 2025
Language skills

Optional

Optional
Location
Klettagarðar 15, 104 Reykjavík
Type of work
Skills
ProactiveLeadershipIndependenceCustomer service
Professions
Job Tags
Other jobs (4)
Similar jobs (12)

Bílstjóri í flotdeild
Steypustöðin

Liðsauki í vöruhús - sumarstarf
Ískraft

Starfsmaður í útkeyrslu og lager
Autoparts.is

Framtíðarstarf á Lager Öryggismiðstöðvarinnar
Öryggismiðstöðin

Starfsmaður í vöruhúsi Keflavík
DHL Express Iceland ehf

Starf á lager
Fastus

Móttaka og umpökkun lyfja
Heilsa

Warehouse Employee – Full-Time (Keflavík Airport)
SSP Iceland

Verkamaður í brotajárnsporti - Sumarstarf
Hringrás Endurvinnsla

OK leitar að starfsmanni á lager
OK

Meiraprófsbílstjóri á dráttarbíl
Fraktlausnir ehf

Stjórnandi vöruhúss
Ískraft