

Fjölbreytt og skemmtilegt starf í búsetukjarna
Vilt þú vera með í að skapa fötluðu fólki tækifæri til að lifa sjálfstæðu lífi?
Búsetukjarni í Skálahlíð óska eftir öflugu og framsæknu starfsfólki.
Í Skálahlíð er veitt einstaklingsmiðuð þjónusta og unnið eftir hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar og hugmyndafræði um sjálfstætt líf.
Í Skálahlíð er lögð áhersla á að skapa gott vinnumhverfi þar sem ríkir góð liðsheild og samvinna.
Gengið er út frá því að starfsmenn vinni á fjölbreyttum vöktum ( dag,- kvöld og helgarvaktir).
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitafélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsfólks í daglegu starfi.
Starfað er samkvæmt hugmyndafræði um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn
Veita íbúum einstaklingsmiðaðan stuðning við athafnir daglegs lífs
Hvetja og styðja íbúa til sjálfstæðs lífs með valdeflandi stuðningi og aðstoð
Fylgja eftir þjónustuáætlunum og verklagsreglum
Virkja íbúa til þátttöku í samfélaginu
Veita íbúum félagsskap og taka þátt í skipulagi hvers dags
Stuðla að markvissu og skilvirku samstarfi við íbúa, aðstandendur, fagaðila og aðra sem koma að þjónustu við íbúa
Almenn heimilisstörf
Góð almenn menntun
Áhugi á málefnum fatlaðs fólks og reynsla af störfum með fötluðu fólki er mikill kostur
Góð þjónustulund og jákvæðni í starfi
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
Framtakssemi, sjálfstæði og samviskusemi
Menntun sem nýtist í starfi er kostur
Almenn tölvukunnátta
Hreint sakavottorð
Góð íslenskukunnátta
Bílpróf












