Vopnabúrið
Vopnabúrið

Starfsfólk óskast í búsetuúrræði Vopnabúrsins

Vopnabúrið óskar eftir metnaðarfullu og áreiðanlegu starfsfólki til starfa í búsetuúrræði og meðferðarstarfi fyrir ungmenni. Starfið hentar þeim sem hafa áhuga á fjölbreyttu og mikilvægu starfi þar sem lögð er áhersla á mannúð, fagmennsku og öflugt teymisstarf.

Um er að ræða verktakavinnu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinna á 12 klst. vöktum í búsetuúrræði fyrir ungmenni.
  • Aðstoð við daglegar athafnir og persónulega umönnun.
  • Hvatning og stuðningur við íbúa til þátttöku í samfélaginu og eflingu sjálfstæðis.
  • Umsjón með heimilishaldi og almennum verkefnum tengdum rekstri heimilisins.
Menntunar- og hæfniskröfur

Við leitum að einstaklingum sem:

  • Eru ábyrgir, áreiðanlegir og jákvæðir.
  • Hafa áhuga og ástríðu fyrir starfi með ungmennum.
  • Búa yfir góðri samskipta- og samstarfshæfni.
  • Sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum.
  • Hafa reynslu af umönnunarstörfum eða tengdum sviðum (kostur en ekki skilyrði).
  • Geta lagt fram hreint sakavottorð.
Advertisement published1. July 2025
Application deadline13. July 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Hjallahraun 4, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags