EFLA
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.
Við vinnum fjölbreytt verkefni í teymum þvert á svið og svæði. Ef þú leitar að afbragðs starfsumhverfi, áhugaverðum starfsvettvangi í alþjóðlegu umhverfi og hressu samstarfsfólki þá gætum við átt samleið. EFLA er jafnlaunavottað fyrirtæki, með skýra jafnréttisstefnu og leitumst við að jafna kynjahlutfall innan hinna ýmsu starfa hjá okkur. Við hvetjum því konur jafnt sem karla, til að sækja um starfið.
Fjármálastjóri
EFLA óskar eftir að ráða reynslumikinn einstakling í starf fjármálastjóra. Leitað er að reyndum leiðtoga sem hefur eldmóð til að taka þátt í að leiða félagið inn í nýja og spennandi tíma ásamt öflugu stjórnendateymi.
EFLA er leiðandi þekkingarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. EFLA er með svæðisskrifstofur víðsvegar um landið, dóttur- og hlutdeildarfélög erlendis, og í samstæðu fyrirtækisins starfa um 600 starfsmenn.
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun á jafningjagrundvelli þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á daglegri stjórn fjármála og reksturs, þ.m.t. gerð uppgjöra, greininga og sjóðastýringu
- Ábyrgð, umsjón og eftirfylgni með áætlanagerð
- Ábyrgð á bókhaldi og gerð ársreiknings
- Ábyrgð á reikningagerð og innheimtu
- Samskipti við kröfuhafa og skuldunauta
- Samskipti og samvinna við endurskoðanda félagsins
- Eftirlit, greining og gerð rekstraryfirlita og stjórnendaupplýsinga
- Samningagerð, s.s. við birgja
- Þátttaka í stefnumótun og umsjón með þróun og innleiðingu verklags með ábyrgri fjármálastjórn
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf á framhaldsstigi sem nýtist í starfi, t.d. á sviði fjármála, endurskoðunar eða skyldra greina
- Farsæl og árangursrík reynsla af fjármálastjórnun, áætlanagerð og uppgjörum
- Leiðtoga- og stjórnunarhæfileikar, framúrskarandi samskiptahæfni og geta til að byggja upp sterka liðsheild
- Góð greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu fjármálaupplýsinga
- Reynsla af verkefnastjórnun, innleiðingu breytinga og/eða sjálfvirknivæðingu er æskileg
- Góð færni í notkun á helstu upplýsingatæknilausnum og áhugi á að tileinka sér nýjungar á því sviði
- Heiðarleiki, drifkraftur og jákvætt viðmót
- Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Góð færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku
Advertisement published14. November 2024
Application deadline1. December 2024
Language skills
No specific language requirements
Location
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
Financial statementsPlanningBilling
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
Sérfræðingur í greiningum og fjárfestingum
Heimar
Microsoft Dynamics 365 F&O consultant (ráðgjafar)
HSO Iceland
Fjármálastjóri
UNICEF á Íslandi
Internal Controls Specialist
Alvotech hf
Accountant
Marport
Bókari
Icelandic Glacial
SÉRFRÆÐINGUR - BÓKHALDSÞJÓNUSTA
Fjársýslan
Sérfræðingur í greiningum og fjárfestingum
Stoðir hf.
Fjármálastjóri
Reykjalundur
Verkefnastjóri innri endurskoðunar
Reykjavíkurborg - Innri endurskoðun og ráðgjöf
Viltu vera hluti af góðri liðsheild ?
Faxaflóahafnir sf.
Reikningsskil og endurskoðun - Stykkishólmur
KPMG á Íslandi