Stoðir hf.
Stoðir hf.
Stoðir hf.

Sérfræðingur í greiningum og fjárfestingum

Stoðir hf. er fjárfestingarfélag í meirihlutaeigu einkafjárfesta, sem fjárfestir til langs tíma á Íslandi og erlendis. Félagið er stór hluthafi í nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins, Arion banka, Kviku banka, Símanum, First Water, Arctic Adventures og Bláa Lóninu auk nokkurra minni fjárfestinga. Langtímamarkmið Stoða er að auka verðmæti hluthafa með virkri aðkomu og fjárfestingum í fáum, stórum verkefnum. Nánari upplýsingar www.stodir.is

Stoðir leita nú að kraftmikilli manneskju í starf sérfræðings í greiningum og fjárfestingum en meðal verkefna eru greiningar og þróun fjárfestingakosta, verðmöt, gerð fjárfestakynninga og framsetning gagna. Starfið er fjölbreytt og spennandi á vinnustað þar sem lögð er áhersla á fagmennsku og vönduð vinnubrögð.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði, hagfræði, verkfræði eða sambærilegt
  • Góð þekking á greiningum og framsetningu gagna
  • Að lágmarki þriggja ára reynsla af sambærilegum störfum
  • Brennandi áhugi á fjármálamörkuðum og rekstri fyrirtækja
  • Samskipta- og skipulagshæfni
  • Mjög góð enskukunnátta
  • Geta til að vinna undir álagi
Advertisement published12. November 2024
Application deadline25. November 2024
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Suðurgata 12, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags