Fjársýslan
Fjársýslan

SÉRFRÆÐINGUR - BÓKHALDSÞJÓNUSTA

Við leitum að drífandi og metnaðarfullum sérfræðingi á fjármálasvið Fjársýslunnar. Um er að ræða kjörið tækifæri fyrir einstakling sem vill takast á við faglegar áskoranir, mótun verkferla og spennandi framtíðarstarf í síkviku umhverfi Fjársýslunnar. Við bjóðum upp á krefjandi verkefni í skemmtilegu verkefnamiðuðu vinnuumhverfi í nýju húsnæði, þar sem lögð er áhersla á teymisvinnu og þekkingarmiðlun starfsfólks. Gert er ráð fyrir starfstöð í Reykjavík en möguleiki er á starfi án staðsetningar.

Fjársýslan er þjónustu- og þekkingarstofnun sem veitir fjölbreytta þjónustu á sviði fjármála og mannauðsmála ríkisins. Á fjármálasviði starfar öflugur hópur sérfræðinga við þjónustu og ráðgjöf í bókhaldið og uppgjöri fyrir ríkið. Unnið er markvisst að stafrænni vegferð og framþróun í verklagi. Áhersla er á að veita ríkisaðilum framúrskarandi þjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð

·      

  • Umsjón og eftirlit með bókhaldi aðila í þjónustu
  • Afstemmingar og uppgjör
  • Samræming bókhalds ríkisaðila
  • Framþróun verklags með ferlagreiningu og stafrænni nálgun
  • Leiðbeiningar og þjónusta við opinber hlutafélög
  • Skil á gögnum og upplýsingagjöf til opinberra aðila
  • Fræðsla, ráðgjöf og upplýsingagjöf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólagráða sem nýtist í starfi og/eða nám til viðurkenningar bókara
  • Umfangsmikil reynsla af bókhaldsvinnu er skilyrði
  • Góð kunnátta á Excel er skilyrði
  • Gott vald á íslensku og ensku er skilyrði
  • Reynsla af verkefnastjórnun og gerð og þróun verkferla
  • Rík þjónustulund og geta til að forgangsraða verkefnum á álagstímum
  • Sjálfstæð og lausnamiðuð vinnubrögð
  • Frumkvæði, drifkraftur, jákvæðni og góð samskiptafærni
Advertisement published12. November 2024
Application deadline22. November 2024
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Katrínartún 6
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags