

Farþegaafgreiðsla - Rvk.flugvöllur
Icelandair leitar að öflugum einstaklingum í fjölbreytilegt starf við þjónustu og afgreiðslu flugfarþega á Reykjavíkurflugvelli. Um er að ræða 50% og 100% tímabundin störf í vor með möguleika á áframhaldandi starfi. Starfið er vaktarvinna.
Mikil áhersla er lögð á þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum til að tryggja jákvæða upplifun farþega.
Hæfnikröfur:
- Stúdentspróf æskilegt en ekki skilyrði
- Áhugi og reynsla af þjónustustörfum er mikilvæg
- Jákvætt hugafar og rík þjónustulund
- Góð íslensku- og enskukunnátta og þriðja málið kostur
- Góð tölvukunnátta
- Almenn ökuréttindi
- 19 ára lágmarksaldur
Starfssvið:
- Innritun farþega og farangurs
- Bókanir og fullnaðarfrágangur á fyrirframgreiddri þjónustu
- Byrðing og móttaka flugvéla ásamt annarri þjónustu
- Almenn þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina
- Önnur tilfallandi verkefni
Þeir sem valdir verða úr hópi umsækjenda þurfa að sækja undirbúningsnámskeið
Stefna Icelandair er að stuðla að jafnrétti og fjölbreytileika á meðal starfsfólks og hvetur einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl´25, áhugasamir sendi inn umsókn og ferilskrá.
Nánari upplýsingar veita:
Ævar Einarsson, Manager, [email protected]
Svala Guðjónsdóttir, People Manager, [email protected]













