Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja er framsækið þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia og Honda ásamt þjónustu og viðhaldi fyrir viðskiptavini Öskju, bæði til einstaklinga og fyrirtækja.
Við vitum að eitt mesta virði okkar felst í góðum mannauð.
Hjá Öskju starfar samheldin og fjölbreyttur hópur sem býr yfir brennandi áhuga í sínu fagi, framúrskarandi þjónustulund og metnaði til ná árangri. Askja býður upp á fyrirmyndaraðstöðu fyrir starfsfólk, eitt fullkomnasta bifreiðaverkstæði landsins, glæsilega sýningarsali og varahlutaþjónustu.
Lögð er sérstök áhersla á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina með því að veita starfsfólki stuðning og skapa því umhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku og heiðarleika.
Askja er staðsett á Krókhálsi 7-13 í þremur húsnæðum. Askja notaðir bílar eru á Krókhálsi 7 þar sem við bjóðum upp á úrval notaðra bíla frá öllum bílaframleiðendum. Sýningarsalur Mercedes-Benz er á Krókhálsi 11 ásamt höfuðstöðvum Öskju og skrifstofu og svo sýningarsalur Kia og Honda á Krókhálsi 13.
Ert þú nemi í bifvélavirkjun?
Askja leitar að jákvæðum, drífandi bifvélavirkjanema með metnað til að ná framúrskarandi árangri. Boðið er upp á úrvals vinnuaðstöðu til þjónustu og viðgerða á Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart bifreiðum.
Askja leggur mikið upp úr því að stuðla að góðri móttöku og þjálfun nema í bifvélavirkjun og hlaut á dögunum viðurkenningu Nemastofu fyrir að vera fyrirmyndarfyrirtæki í þjálfun og kennslu iðnnema í bifvélavirkjun.
Við hvetjum nema í bifvélavirkjun sem hafa áhuga á að starfa hjá Öskju til að sækja um. Þau sem koma til greina verður boðið í viðtal. Þegar gengið hefur verið frá ráðningu verður öllum umsækjendum svarað.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Rík þjónustulund og samstarfshæfni
- Jákvæðni
- Fagleg vinnubrögð
- Stundvísi og góð skólasókn
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Af hverju Askja?
- Samvinna og sveigjanleiki
- Fjölskylduvænn vinnustaður
- Markviss starfsþróun og öflugt fræðslustarf
- Frábært félagslíf
- Samkeppnishæf kjör
- Raunhæfismat
- Flott mötuneyti á staðnum
Advertisement published21. November 2024
Application deadline8. December 2024
Language skills
Icelandic
Very goodRequired
English
Very goodRequired
Location
Krókháls 11, 113 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)
Þjónustufulltrúi í þjónustudeild Hyundai/Iveco
Hyundai
Tækjaverkstæði
Icelandair
Bifvélavirki hjá Max1/Vélalandi - Hafnarfirði
MAX1 | VÉLALAND
Óskum eftir færum tæknimönnum
Sleggjan atvinnubílar
Starfsmaður á verkstæði
Airport Associates
Nemi í bifvélavirkjun
Brimborg
Járniðnaðarmaður
Norðurorka hf.
Iðnmenntaðir einstaklingar
Eldberg ehf.
Bifvélavirki óskast til starfa
Mazda á Íslandi | Brimborg
Blikksmiður og eða smiður
Blikksmiðja Ágústs Guðjónss ehf
Skoðunarmaður ökutækja í Reykjanesbæ
Frumherji hf
Skoðunarmaður ökutækja á Höfuðborgarsvæðinu
Frumherji hf