

Efnisveitan - Endurnýting - sölumaður
Efnisveitan leitar að öflugum framtíðarstarfsmanni til að taka þátt í að endurnýta og að lágmarka sóun.
Við leitum að samviskusömum aðila sem getur byrjað sem fyrst og tekið þátt í að svara og fylgja eftir fyrirspurnum, leiðbeina og taka á móti viðskiptavinum í Skeifunni 7. Framúrskarandi samskiptahæfileikar mikill kostur.
Góð íslenska í rituðu og töluðu máli er skilyrði.
Góð tölvukunnátta skilyrði og kunna á Photoshop er mikill kostur.
Viðkomandi þarf að hafa bílpróf, ekki reykja eða veipa og vera í góð(ur) formi.
Vera útsjónarsamur/söm og tilbúin(n) til að takast á við ný verkefni.
Fjölbreytt starf þar sem enginn dagur er eins.
Í 9 ár hefur Efnisveitan sérhæft sig í að aðstoða fyrirtæki, bæjarfélög, fasteignafélög, stofnanir, veitingargeirann og einstaklinga að miðla notuðum búnaði til áframhaldandi nota.
Efnisveitan miðlar notuðum búnaði svo sem húsbúnaði, stóreldhústækjum, tölvubúnaði svo eitthvað sé nefnt.Hjá Efnisveitunni starfa 7 manns og er staðsett í Skeifunni 7 Reykjavík og þjónustar yfir 100 fyrirtæki og stofnanir. Vinnutími 8.30 til 16:30 alla virka daga.
Síðasta verkefni okkar var t.d. flutningur Icelandair frá Reykjavíkurflugvelli til Hafnarfjarðar. Á gömlu höfuðstöðvunum Reykjavíkurflugvelli var mikill efniviður endurnýttur áfram t.d. glerveggi, hurðir, ljós, kerfisloft, skrifborð, stólar, skápar ásamt ýmsu öðru.
Nánar á : UM OKKUR | Efnisveitan
Svara tölvupóstum, eftirfylgni, - þátttaka í að endurnýta og spara fyrir samfélagið.
Góð íslenska í rituðu og töluðu máli er skilyrði.
Kostur að hafa stúdentspróf en ekki skilyrði. Mikill kostur að kunna ensku.
Hádegismatur.













