

Akureyri - Störf á pósthúsi
Pósturinn auglýsir eftir starfsfólki á Akureyri.
Um er að ræða útkeyrslu sendinga og afgreiðslu viðskiptavina.
Afgreiðsla á pósthúsi
Starfið felur m.a. í sér þjónustu við viðskiptavini, almenna afgreiðslu, frágang á pósti og önnur tilfallandi verkefni. Lágmarksaldur er 18 ár og starfshlutfall er 100%.
Útkeyrsla
Starfið felur í sér að koma sendingum til skila til viðskiptavina og önnur tilfallandi verkefni. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf og hafa náð 18 ára aldri. Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur er til og með 16. júlí 2025.
Nánari upplýsingar um störfin veita Lilja Gísladóttir, rekstrarstjóri, [email protected].
Hjá Póstinum starfar lausnamiðað starfsfólk sem tekur fagnandi á móti síbreytilegum áskorunum þar sem liðsheild, þjálfun og góður starfsandi er í forgrunni. Pósturinn leggur sitt lóð á vogarskálar til að stuðla að sjálfbærni og hefur uppfyllt öll markmið Grænna skrefa. Pósturinn er jafnlaunavottað fyrirtæki.













