
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Um vinnustaðinn
Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur umsjón með stjórnsýsluverkefnum á sviði húsnæðismála, fasteigna, mannvirkjamála, rafmagnsöryggismála og mála er varða byggingarvörur og brunavarnir.
Stofnuninni er ætlað að stuðla að því að jafnvægi ríki á húsnæðismarkaði, m.a. með húsnæðisstuðningi, lánveitingum, rannsóknum, upplýsingagjöf, áætlanagerð og eftirliti. Einnig skal stofnunin leitast við að tryggja að almenningur hafi aðgang að öruggu og vistvænu húsnæði á viðráðanlegu verði og í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, þannig að almenningur hafi raunverulegt val um búsetuform.
Stofnunin gegnir jafnframt samræmingarhlutverki, sinnir samstarfi við sveitarfélög um stjórnsýslu húsnæðis-og mannvirkjamála og stuðlar að fyrirsjáanleika, skilvirkni og gæðum mannvirkjagerðar. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun annast umsýslu Húsnæðissjóðs. Starfsstöðvar stofnunarinnar eru í Reykjavík, Akureyri og á Sauðárkróki og eru starfsmenn 160 talsins.
Hefur þú þekkingu á byggingu eða hönnun húsa?
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) leitar að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi með þekkingu á byggingu og/eða hönnun húsa til að styrkja teymi brunabótamats á starfsstöð HMS á Akureyri.
Til að mæta auknu umfangi er verið að styrkja hópinn sem vinnur að gerð brunabótamats og þróun aðferða við útreikning byggingarkostnaðar.
Mikil framþróun á sér stað í teyminu og framundan eru skemmtileg og krefjandi verkefni.
(Starfið er staðsett á starfstöð HMS á Akureyri.)
Helstu verkefni og ábyrgð
- Framkvæmd kostnaðar- og brunabótamats
- Þátttaka í teymisvinnu við þróun verkefna teymisins
- Gagnasöfnun og skoðun eigna
- Þjónusta við einstaklinga, fyrirtæki og sveitarfélög
- Önnur verkefni í samráði við teymisstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Iðnmeistaragráða eða háskólamenntun á sviði verkfræði, tæknifræði, byggingafræði eða arkitektúr
- Reynsla af mannvirkjagerð og/eða hönnun mannvirkja er kostur
- Góð tölvu- og tæknikunnátta
- Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
- Lausnamiðuð hugsun og jákvætt viðmót
- Lipurð í teymisvinnu og samskiptum
- Færni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Advertisement published10. October 2025
Application deadline27. October 2025
Language skills

Required

Required
Location
Borgartún 21, 105 Reykjavík
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Field Service Specialist
Marel

Vélahönnuður
Héðinn

Viðskiptastjóri
Vistor

Deildarstjóri teiknistofu
Norðurorka hf.

Byggingafræðingur / Constructing Architect
COWI

BIM sérfræðingur / BIM specialist
COWI

Verkfræðingur/tæknifræðingur
Hampiðjan Ísland ehf

Byggingarverk- eða tæknifræðingur á framkvæmdasvið
Norconsult Ísland ehf.

Leiðtogi fasteignaþjónustu
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Quality Center Engineer
Embla Medical | Össur

Sérfræðingur í tæknimálum ökutækja
Samgöngustofa

Line Drive Supervisor
NEWREST ICELAND ehf.