Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Leiðtogi fasteignaþjónustu

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins óskar eftir að ráða öflugan einstakling með skýra framtíðarsýn og getu til að vinna í krefjandi umhverfi þar sem frumkvæði og drifkraftur fá að njóta sín í starfi leiðtoga fasteignaþjónustu.

Leitað er að framsæknum einstaklingi sem býr yfir framúrskarandi samskiptahæfni, brennandi áhuga á húsnæðismálum auk skilnings og þekkingar á rekstri. Leiðtogi heyrir undir framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrarsviðs og vinnur náið með stjórnendateymi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Starfið felur í sér virka þátttöku í breytingum sem eru framundan í húsnæðismálum heilsugæslunnar, samskiptum við stjórnendur á starfstöðvum, fasteignafélög, ráðuneyti, sveitarfélög, leigusala, hönnuði, birgja, verktaka og ýmsa aðra samstarfsaðila.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Forysta og mótun framtíðarsýnar og skipulagningar í húsnæðismálum.
  • Ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun.
  • Tryggja að húsnæði, öryggiskerfi, aðgengismál og búnaður séu ávallt í fullnægjandi ástandi og í samræmi við þarfir.
  • Stýring á framkvæmdum og þátttaka í gerð kostnaðar-, viðhalds- og framkvæmdaáætlana ásamt eftirfylgni á viðhaldi.
  • Ábyrgð og umsjón með húsaleigusamningum, bílaleigusamningum ásamt ræstingum.
  • Stýring og eftirlit með verktökum.
  • Ábyrgð á að þarfagreiningar og húsrýmisáætlanir séu í samræmi við stefnu og áherslur.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, meistaragráða er kostur.
  • Leiðtogahæfni og árangursrík stjórnunarreynsla, helst á sviði verkefnastjórnunar.
  • Þekking og reynsla af samningagerð og öryggismálum.
  • Framúrskarandi þjónustulund, samskipta- og skipulagshæfni og jákvætt hugafar.
  • Reynsla af greiningarvinnu og miðlun upplýsinga.
  • Mjög gott vald á íslensku í ræðu og riti.
Advertisement published9. October 2025
Application deadline20. October 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Álfabakki 16, 109 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags