Embla Medical | Össur
Embla Medical | Össur
Embla Medical | Össur

Quality Center Engineer

Hefur þú áhuga á að skilja hvers vegna hlutir bila eða brotna? Nýturðu þess að leysa flókin vandamál með greiningu og kerfisbundinni nálgun?

Gæðasetur Össurar leitar að jákvæðum og metnaðarfullum sérfræðingi í greiningu á spelkum, sem mun leiða aðferðir við bilanagreiningu þvert á alþjóðlegar starfsstöðvar Össurar. Starfið felur í sér greiningu á spelkum sem berast frá viðskiptavinum, svörun við fyrirspurnum tengdum gæðum og bilunum, ásamt því að þróa og bæta verklag við bilanagreiningu. Þú munt vinna náið með mörgum deildum, þar á meðal þróunardeild, framleiðsludeild og gæðadeildum víða um heim, með það að markmiði að bæta áreiðanleika vara og öryggi notenda.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sérfræðingur í bilanagreiningum á spelkum.
  • Greina spelkur sem berast frá viðskiptavinum og meðhöndla kvartanir.
  • Framkvæma kerfisbundið mat á virkni spelkna á markaði.
  • Meta áhættu, greina orsakir bilana og bregðast við fyrirspurnum viðskiptavina.
  • Þróa og viðhalda aðferðum og verklagi tengdu greiningu á spelkum.
  • Hanna búnað og bæta aðferðir fyrir greiningar.
  • Koma niðurstöðum greininga skýrt á framfæri í skýrslum og samskiptum við aðrar deildir.
  • Styðja Gæðasetrið í öðrum verkefnum tengdum gervifótum, eins og prófunum á vörum og skýrslugerð.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólagráða (BS) í verkfræði eða skyldu fagi, t.d. vélaverkfræði, efnafræði eða tæknifræði.
  • Að lágmarki 3 ára reynsla í verkfræði tengdri véltækni, smíði, bilunum eða brotfræðum.
  • Haldbær þekking og reynsla á efna-, efnis- eða brotfræði.
  • Góð færni í gagnameðhöndlun (Excel, Pivot töflur, Power BI er kostur).
  • Sterkur greiningarhæfileiki og áhugi á að leita orsaka bilana.
  • Þekking á kröfum fyrir lækningatæki er kostur.
  • Góð samskiptafærni og hæfni til að skýra tæknileg málefni á skiljanlegan hátt.
  • Geta til að vinna sjálfstætt og í teymi.
  • Framúrskarandi kunnátta í ensku, bæði í rituðu og töluðu máli.
Fríðindi í starfi
  • Líkamsræktarstyrkur  

  • Samgöngustyrkur  

  • Líkamsræktaraðstaða, hjólageymsla og golfhermir  

  • Mötuneyti með fjölbreyttu úrvali af mat 

  • Frí heilsufars-mæling og ráðgjöf 

  • Árlegur sjálfboðaliðadagur  

  • Starfsþróun
  • Öflugt félagslíf

  • Sveigjanleiki
Advertisement published6. October 2025
Application deadline20. October 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Grjótháls 5, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Tech-savvyPathCreated with Sketch.TroubleshootingPathCreated with Sketch.Analytical skillsPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Team workPathCreated with Sketch.TechnologistPathCreated with Sketch.Engineer
Professions
Job Tags