
Bæjarritari - Hveragerðisbær
Hveragerðisbær óskar eftir að ráða bæjarritara sem hefur þekkingu og reynslu á sviði stjórnsýslu í fjölbreytt starf bæjarritara. Bæjarritari heyrir undir bæjarstjóra og er hans staðgengill. Fyrirhugaðar skipulagsbreytingar munu fela í sér að staða bæjarritara mun einnig verða að sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Bæjarritari starfar náið með stjórnendum bæjarins og sinnir fjölbreyttum málaflokkum. Bæjarritari heldur utan um starfsemi bæjarráðs og bæjarstjórnar, ber ábyrgð á skjala- og gæðamálum bæjarins og kemur að innleiðingu stafrænnar stefnu sveitarfélagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Bæjarritari er ritari bæjarráðs og bæjarstjórnar
- Túlkun laga og reglugerða á málefnasviðum sveitarfélagsins
- Ábyrgð á skjalavistun og þátttaka í umbótaverkefnum
- Lögfræðileg álit og ráðgjöf um afgreiðslu einstakra mála
- Undirbúningur stjórnsýsluákvarðana og ákvarðana um lögfræðileg málefni
- Ráðgjöf við samningagerð, útboð og aðra skjalagerð bæjarins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistarapróf í lögfræði eða opinberri stjórnsýslu
- Haldbær starfsreynsla sem nýtist í starfi
- Reynsla af stjórnun er kostur
- Haldbær þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu
- Þekking á löggjöf á málefnasviðum sveitarfélaga
- Þekking á lögum um skipulags- og umhverfismál er kostur
- Góð samskiptafærni
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði, framsýni og metnaður
- Góð tölvukunnátta og reynsla af stafrænni þróun
- Mjög gott vald á íslensku í ræðu og riti
Advertisement published13. October 2025
Application deadline27. October 2025
Language skills

Required
Location
Breiðamörk 20, 810 Hveragerði
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Skrifstofustjóri Raforkueftirlitsins
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Sérfræðingur umbóta, gæða og reksturs
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Lögfræðingur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Lögfræðingur
Innviðaráðuneytið

Sérfræðingur á skrifstofu sveitarstjórnar, byggðamála og stafrænna innviða
Innviðaráðuneytið

Sérfræðingur í greiningum
Innviðaráðuneytið

Lögfræðingur
Sameyki

Mótastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands (RÍSÍ)
Rafíþróttasamband Íslands

Skrifstofustjóri á skrifstofu loftslagsmála
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Skrifstofustjóri á skrifstofu náttúru og minjaverndar
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Skrifstofustjóri á skrifstofu orkumála
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið