

Sérfræðingur umbóta, gæða og reksturs
Viltu taka virkan þátt í að þróa og bæta flugvernd og rekstur á flugvellinum?
Við leitum að öflugum sérfræðingi sem brennur fyrir umbótum, gæðum og skilvirkni í rekstri. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni sem snúa að viðhaldi stjórnkerfis flugverndar, umbótavinnu, greiningu gagna og þróun árangursvísa – allt með það að markmiði að styðja við framúrskarandi og öruggan rekstur.
Helstu verkefni:
- Innleiðing krafna um flugvernd í rekstur
- Innleiðing og viðhald stjórnkerfis flugverndar
- Samskipti og samvinna við ytri aðila og yfirvöld, m.a. flugfélög, flugrekstraraðila, og birgja
- Stefnumótun og stýring umbótaverkefna
- Greining gagna til stuðnings ákvarðanatöku
- Þróun og eftirfylgni með lykilmælikvörðum og árangursvísum
- Ábyrgð á ferli áhættumats og atvikastýringa
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. í raunvísindum, viðskiptafræði eða lögfræði
- Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
- Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
- Brennandi áhugi á umbótum og rekstri
- Þekking á gæðastjórnun, umbótaaðferðum og ferlagreiningum er kostur
- Lausnamiðuð nálgun og öguð eftirfylgni
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, í ræðu og riti
Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli og í Dalshrauni Hafnarfirði.
Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.
Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.
Umsóknarfrestur er til og með 29.október 2025.
Nánari upplýsingar veitir Auður Ýr Sveinsdóttir forstöðumaður flugverndar, [email protected].
Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.
Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.













