Orka náttúrunnar
Orka náttúrunnar
Orka náttúrunnar

Ábyrgðaraðili stjórnkerfa hjá Orku náttúrunnar

Við leitum að framsýnum ábyrgðaraðila stjórn-, net og tölvukerfa virkjanna Orku náttúrunnar.

Orka náttúrunnar er leiðandi afl í nýsköpun og þróun endurnýjanlegrar orku.

Í virkjunum okkar framleiðum við rafmagn til allra landsmanna og heitt vatn fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Í starfinu felast fjölbreytt og krefjandi verkefni, þar á meðal ábyrgðar- og sérfræðihlutverk tengd stjórn-, net- og tölvukerfum virkjana Orku náttúrunnar.

Viðkomandi mun ganga til liðs við Tækniþróunardeild sem tilheyrir sviði Tækni og framkvæmda innan ON. Deildin ber ábyrgð á framtíðarsýn og tæknilegri þróun virkjana ásamt því að styðja við stærri fjárfestingarverkefni og hafa umsjón með stjórn-, net- og tölvukerfum virkjana Orku náttúrunnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þróun, innleiðing og viðhald stjórnkerfa: Við vinnum að stöðugri þróun og innleiðingu stjórnkerfa til að tryggja framúrskarandi kerfi sem uppfylla nútímakröfur. Að auki sjáum við um rekstur og viðhald núverandi kerfa og tryggjum áreiðanleika og skilvirkni þeirra.
  • Sjálfvirknivæðing og snjallar lausnir: Við innleiðum sjálfvirknivæðingu og snjallar lausnir, þar á meðal fjarvöktun á búnaði og framleiðslu virkjana.
  • Framtíðarsýn og stefnumótun: Við mótum framtíðarsýn fyrir stafræn stjórnkerfi Orku náttúrunnar með áherslu á að nýta tækifæri til hagræðingar og bættrar þjónustu. Þetta felur í sér að þróa og innleiða langtímaáætlanir sem byggja á nýjustu tækni og stöðlum.
  • Viðhald og eftirlit: Við sinnum viðhaldi og rekum kerfin með reglulegu eftirliti, rýni og aðhaldi gagnvart ráðgjöfum til að tryggja að allt gangi hnökralaust fyrir sig.
  • Fjárfesting og þróunarverkefni: Við stýrum fjárfestingum í innviðum og tækni. Það felur í sér að þarfagreiningu, skipulagningu og framkvæmd þróunarverkefna með það að markmiði að auka skilvirkni og bæta þjónustu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Yfirgripsmikil reynsla af vinnu við stjórnkerfi er skilyrði
  • Þekking á varnarbúnaði rafmagns og netkerfum er kostur
  • Sterk samskiptafærni er mikilvæg þar sem starfið krefst náins samstarfs við deildarstjóra, tæknifólk og aðra hagaðila
  • Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
  • Þekking á öryggis- og umhverfismálum er kostur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði rafmagns- eða tölvunarfræða

Umsókn um starfið skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir hæfni sinni í starfið m.t.t. ofangreinds.

Advertisement published16. October 2024
Application deadline27. October 2024
Language skills
IcelandicIcelandicIntermediate
EnglishEnglishIntermediate
Location
Nesjavallavirkjun 170925, 801 Selfoss
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Hellisheiðarvirkjun
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.ElectricianPathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Computer scientist
Professions
Job Tags