Leiðtogafærni í heilbrigðisþjónustu
Diplóma í Leiðtogafærni innan heilbrigðisþjónustunnar er nýtt nám hjá UHI. 100% fjarnám.
Þetta framhaldsnám er hannað sérstaklega fyrir yfirmenn, stjórnendur, upprennandi stjórnendur sem og æðstu stjórnendur sem starfa í heilbrigðisþjónustunni. Einnig er í boði að taka staka áfanga sem hluta af endurmenntun starfsfólks. Hvort sem þú ert nýútskrifaður nemandi að leita að viðbótarnámi eða hefur unnið í heilbrigðisþjónustu í mörg ár þá gæti þetta nám hentað þér.
Námið er hannað með því markmiði að þróa árangursríka leiðtogahæfileika og -getu, sem er lykilatriði til þess að bæta árangur og gæði þjónustunnar sérstaklega innan heilbrigðisstofnanna og -fyrirtækja. Námið er ætlað þeim sem eru í stjórnendastöðum sem og þeim sem vilja taka að sér ábyrgðarmeira hlutverk á vinnustað sínum og hafa jákvæðar breytingar á starfsemina.
Í náminu eflist þekking, færni og skilningur sem styður við þróun og beitingu skilvirkari leiðtogaaðferða. Leitast er við að ögra hugmyndum og fyrirfram ákveðnum normum um hvað forysta þýðir bæði fyrir einstaklinginn og umhverfið. Betri skilningur á sjálfum okkur og á því sem er í gangi í kringum okkur grundvallar eiginleikar skilvirkrar forystu og stjórnun.