

Næring ungbarna
Rannsóknir sýna að fyrstu árin í lífi barns eru sérstaklega mikilvægur tími sem getur haft áhrif á vöxt, þroska og heilsu fram á fullorðinsár. Markmið þessa námskeiðs er að efla og fræða foreldra um næringu barna á þessu mikilvæga skeiði.
Hvenær hentar að taka námskeiðið:
Áherslan verður á fyrsta árið en mæli með að foreldrar taki námskeiðið þegar barnið er 3-7 mánaða.
Markmið þessa námskeiðs er að efla og fræða foreldra um næringu barna á þessu mikilvæga skeiði.
Námskeiðið er í formi fyrirlestra en einnig verður einn umræðutími með kennara. Foreldrar geta því horft á efnið þegar það hentar þeim.
Námskeiðinu fylgir 6 mánaða aðgangur að rafbók sem má finna allskonar uppskriftir, upplýsingar um skammtastærðir, varnarorð og hugmyndir af matarplani eftir aldri.