Iðan fræðslusetur
Iðan fræðslusetur
Iðan fræðslusetur

IMI rafbílanámskeið þrep 3 og 4 - Vinna og viðgerð

Viltu öðlast þekkingu til að vinna á öruggan hátt við aftengt og lifandi háspennukerfi raf- og tvinnbíla

Fyrir hverja:

Námskeiðið er  hannað fyrir þá sem vinna við viðgerðir á háspennukerfum raf/tvinn bíla bæði í aftengdum kerfum og eins lifandi s.s. háspennu rafhlöðum. Skilyrði er að hafa lokið IMI Rafbílanámskeiði á þrepi 2.2.

 

Markmið:

Námskeiðinu er ætlað að veita þátttakendum þá þekkingu og hæfni til að vinna á öruggan hátt í aftengdum kerfum sem og í lifandi spennu s.s. þegar unnið er við háspennu rafhlöður en þar er hættan einmitt mest.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Hvernig skal vinna á öruggan hátt í háspennukerfum bifreiða.
  • Hvernig skal nota viðeigandi upplýsingar við vinnu.
  • Virkni, bilanagreiningu og viðgerð í háspennukerfum
  • Tegundir og efnasamsetningu háspennu rafhlaðna
  • Uppbyggingu háspennurafhlaðna
  • Hvernig skal vinna við lifandi kerfi og hvaða ráðstafanir þarf að gera.
  • Bilanagreining á íhlutum háspennurafhlöðunnar
  • SOH, SOC og spennujöfnun sella.

 

Aðloknu námskeiði á nemandi að:

Hafa öðlast þekkingu á:

  • Ferli bilanagreiningar í háspennukerfum
  • Virkni rafmótora og spennubreyta(Inverter)
  • Virkni hleðslu eininga (OBC)
  • Uppbyggingu háspennurafhlaða
  • Virkni íhluta háspennurafhlöðu
  • Hvernig skal stnada að viðgerð á háspennurafhlöðum
  • Grunn bilanagreiningu háspennurafhlaða
  • Spennujöfnun

 

Og hæfni til að:

  • Vinna í aftengdu og lifandi kerfi
  • Fjarlægja háspennueiningar
  • Framkvæma viðeigandi mælingar

 

Aðrar upplýsingar:

Námskeiðið er vottað af Institute of the Motor Industry (IMI) í  Bretlandi og lýkur með verklegu prófi sem tengist vinnu viðháspennukerfi og háspennurafhlöður sem er venjulega framkvæmt seinasta dag námskeiðs og tekur um 2 klst. Þessi vottun hefur verið þróuð í nánu samstarfi við sérfræðinga í bílgreininni, rafbílaframleiðendur, fræðsluaðila og IMI

 

 

 
Starts
9. Dec 2025
Type
On site
Share
Send message
Share
Copy URL
Categories