

Hagfræði á mannamáli
Hagfræði á mannamáli – Hvað í ósköpunum er þessi verðbólga? Verður alltaf að vera hagvöxtur? Hvaða gjaldmiðil á Ísland að nota?
Hagfræðileg hugtök eru notuð daglega í fjölmiðlum og samræðum fólks á milli. Þau geta hins vegar oft verið torskilin og sérfræðingar deila um allskonar tæknileg atriði þar sem almenningur á erfitt með að greina á milli hvað sé rétt og hvað sé rangt. Þetta námskeið gefur öllum kost á að kynna sér grunnhugtök hagfræðinnar og jafnframt að æfa sig í að taka þátt í umræðum um hagfræðileg og samfélagsleg málefni með betri þekkingu í farteskinu.
Námskeiðið er kennt í 100% gagnvirku fjarnámi. Um er að ræða þrjár vikur þar sem í hverri viku er 90 mínútna fyrirlestur og 90 mínútna samtalstími þar sem gert er ráð fyrir að nemendum sé skipt í smærri hópa til að ræða hvern fyrirlestur.