Iðan fræðslusetur
Iðan fræðslusetur
Iðan fræðslusetur

Reglubundið viðhald raf- og tvinnbíla - Akureyri

Þetta námskeið er fyrir þá sem hafa áhuga á að öðlast þekkingu til að vinna á öruggan hátt við almenn viðhald raf/tvinn bíla.

Námskeiðið er  hannað fyrir þá sem vinna við almennar viðgerðir og viðhald og gætu þurft að þjónusta raf/tvinn bíla. Einnig veitir námskeiðið þá þekkingu og hæfni til að vinna á öruggan hátt við bifreiðar sem orðið hafa fyrir tjóni og hætta er á að háspennukerfi hafi skemmst.

Þessi vottun veitir kynningu og innsýn inn í þennan sérhæfða hluta bílgreinarinnar og sér til þess að aðilar geti haldið áfram að sinna sínum störfum á öruggan hátt og er þá átt við störf sem tengjast t.d.:

  • Þjónustu og viðhaldi bifreiða
  • Almennar viðgerðir
  • Réttingu og málun

Námskeiðið er haldið í Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Hefst
14. feb. 2025
Tegund
Staðnám
Tímalengd
3 skipti
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar