

Greindu rót vandans með gervigreind
Ertu leið/ur á að grípa til skammvinnra aðgerða sem aðeins létta á einkennum um stund en leysa ekki rætur viðvarandi vandamála? Með röklegri rótargreiningu (Current Reality Tree) og markvissri beitingu gervigreindar getur þú fundið og upprætt rótarorsakir og náð þannig fram varanlegum umbótum í rekstri.
Á þessari vinnustofu færðu þjálfun í að beita skipulegri röklegri greiningu til að afhjúpa duldar rótarorsakir að baki vandamálum. Þátttakendur vinna saman í 2-3 manna hópum með aðstoð leiðbeinanda. Hægt er að koma með eigin viðfangsefni á vinnustofuna eða þá að vinna með fyrirfram uppsett viðfangsefni. Nýjustu rannsóknir sýna að mállíkön á borð við ChatGPT geta reynst ómetanleg til að aðstoða við röklega greiningu og á vinnustofunni beitum við þeim markvisst til að dýpka innsýn og flýta fyrir greiningunni.