Iðan fræðslusetur
Iðan fræðslusetur
Iðan fræðslusetur

Gervigreind við byggingaframkvæmdir

Námskeið er fyrir starfsfólk í bygginga- og mannvirkjagreinum sem hefur áhuga á að kynna sér hvernig gervigreind er notuð og hvernig má nýta hana við störf í byggingariðnaði.

Námskeiðið er að hluta verklegt þar sem þátttakendur læra að nota ChatGPT og önnur gervigreindarverkfæri til að leysa raunveruleg verkefni úr byggingariðnaðinum. Sérstök áhersla er lögð á að skilja bæði styrkleika og takmarkanir ChatGPT svo hægt sé að nýta tæknina á ábyrgan og skilvirkan hátt.

Leiðbeinandi er Hjörtur Sigurðsson verkfræðingur hjá Mynstra. Hann hefur um árabil unnið að því að innleiða stafræna tækni í byggingariðnaðinn, með sérstakri áherslu á BIM, gervigreind og stafræn vinnubrögð.​

Hefst
5. mars 2025
Tegund
Staðnám
Tímalengd
1 skipti
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar