

CONA - Hönnun og rekstur ljósleiðarakerfa
Skráningu líkur 27. október 2025 en eftir það fá þátttakendur send kennslugögn.
RAFMENNT kynnir í samstarfi við OTT - Optical Technology Training námskeiðið CONA.
Áfangaheiti: FJSV40CONA
Á þessu námskeiði er farið yfir ljósleiðarakerfi og fjallað um netinnviði, uppbyggingu, hönnun og rekstur slíkra kerfa ásamt samþættingu við önnur netkerfi.
Greiningartækni er kynnt til að ná hámarksafköstum allt að 1.6Tb/s. Farið er yfir Ethernet-rásir innan gagnavera, 100Gb/s og 400Gb/s sambönd, FTTA(Fiber-to-the-antenna) við 5G dreifingu, FTTH (Fiber-to-the-home) í point-to-point og önnur ljósleiðarasambönd yfir mismunandi flutnings- og veitukerfi.
Kynntir eru eiginleikar ljósleiðarans og farið yfir atriði sem geta haft áhrif á frammistöðu hans í flutningi gagna. Mismunandi gerðir ljósleiðara eru kynntar, deyfing, dreifing ljóss og skautun. Einnig verður farið yfir hvernig hægt er að margfalda afkastagetu eins rása kerfa með notkun SDM - eða WDM tækni. Auka drægni kerfanna með mögnurum (EDFA, Raman, SOA) og stjórnun ljósdreifingar.
Á námskeiðinu er notað kennslukerfi þar sem þátttakendur gera hönnunaræfingar og kynnast uppbyggingu á ljósleiðarakerfum til auka skilvirkni og hagkvæmni við rekstur.
Kennt verður frá mánudegi til föstudags frá 8:30 - 16:30. Námskeiðið er í heild 5 dagar.