Wise lausnir ehf.

Wise lausnir ehf.

Brennum fyrir tækni og árangri viðskiptavina
Wise lausnir ehf.
Um vinnustaðinn
Wise er leiðandi upplýsingatæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, þjónustu og innleiðingu á breiðu úrvali viðskipta- og rekstrarlausna sem hjálpa viðskiptavinum að öðlast samkeppnisforskot. Vöruframboð okkar samanstendur af hýsingu og rekstrarþjónustu ásamt heildarlausnum á sviði viðskipta fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. Hjá Wise starfa tæplega 160 sérfræðingar á starfsstöðvum félagsins í Reykjavík og á Akureyri. Við erum fjölbreyttur hópur fólks sem eigum það sameiginlegt að brenna fyrir upplýsingatækni, nýsköpun og árangri viðskiptavina. Wise er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem leitast er við að auka fjölbreytileika í ráðningum. Við leggjum áherslu á hvetjandi starfsumhverfi með markvissri fræðslu og þjálfun, að starfsfólki líði vel í vinnunni og að starfsandi sé eins og best verður á kosið. Jafnframt er boðið upp á samgöngu- og heilsustyrk til starfsmanna. Fyrirtækið býður upp á samkeppnishæf laun og hlaut jafnlaunavottun 2021 og viðurkenningu FKA Jafnvægisvogarinnar 2022.

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Jafnvægisvog FKA

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni með það að markmiði að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.
Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Starfsþróun og verkefnin
Við bjóðum tækifæri til framþróunar í starfi og endurmenntun. Hjá okkur færðu tækifæri til að vinna í spennandi verkefnum í upplýsingatækni og koma að þróun stafrænna lausna.
Starfsánægja og endurgjöf
Við hlustum á okkar starfsfólk og tökum púlsinn reglulega, t.d. með Moodup. Við bjóðum reglulega endurgjöf og opinská samtöl um frammistöðu.

51-200

starfsmenn

Fjarvinna

Við bjóðum upp á sveigjanlegan vinnutíma eftir því sem kostur er.

Heilsa

Við leggjum áherslu á heilsu og vellíðan starfsfólks, m.a. með greiðslu heilsustyrks og samstarfi við Auðnast.

Samgöngur

Við hvetjum starfsfólk til að nota vistvænan, hagkvæman og heilsusamlegan ferðamáta, m.a. með greiðslu samgöngustyrks.

Skemmtun

Það skiptir okkur máli að það sé gaman í vinnunni, hjá okkur er öflugt starfsmannafélag sem stendur fyrir skemmtanastarfi.

Húsnæði

Við störfum í opnu vinnurými og bjóðum upp á fyrsta flokks búnað og aðstöðu.

Matur

Við bjóðum hollan og góðan mat og er vegan kostur alltaf í boði. Hádegismatur er niðurgreiddur.