
Wise lausnir ehf.
Wise er alhliða upplýsingatæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, ráðgjöf og innleiðingu á breiðu úrvali viðskipta- og rekstrarlausna sem hjálpa fyrirtækjum að skara fram úr, mæta áskorunum og grípa ný tækifæri.
Lausnaframboð okkar samanstendur af hýsingar- og rekstrarþjónustu, öryggislausnum og heildstæðum viðskiptalausnum fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög.
Hjá Wise starfa tæplega 200 sérfræðingar í Reykjavík, á Akureyri og í Litháen.
Við erum fjölbreyttur hópur fólks sem eigum það sameiginlegt að brenna fyrir upplýsingatækni, nýsköpun og árangri viðskiptavina.
Wise er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur vinnustaður. Við leggjum áherslu á hvetjandi starfsumhverfi með markvissri fræðslu og þjálfun, að starfsfólki líði vel í vinnunni og að starfsandi sé eins og best verður á kosið. Jafnframt er boðið upp á samgöngu- og heilsustyrk til starfsmanna.
Fyrirtækið býður upp á samkeppnishæf laun og hlaut jafnlaunavottun 2021 og viðurkenningu FKA Jafnvægisvogarinnar 2022.

Almenn umsókn
Hefur þú áhuga á því að vera partur af vegferð Wise? Ef þú hefur reynslu og/eða menntun sem nýttist okkar vegferð þá viljum við heyra frá þér.
Við bjóðum upp á:
- Góðan starfsanda
- Fjölbreytt og krefjandi verkefni
- Góða starfsaðstöðu
- Símenntun í starfi
- Líkamsræktarstyrk
- Virkt starfsmannafélag
Athugaðu hvort við höfum laust starf sem hentar menntun þinni og reynslu eða sendu okkur almenna umsókn. Við geymum umsóknir í 12 mánuði og byrjum alltaf á því að leita í okkar eigin gagnagrunni þegar störf losna.
Athugaðu að almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega.
Auglýsing birt19. apríl 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Skipagata 9, 600 Akureyri
Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri tæknilegra umbóta - Þróunar- og tölvudeild
Hafnarfjarðarbær

Leiðtogi á fjármálasviði
Steypustöðin

Software Specialist
Rapyd Europe hf.

AÐALBÓKARI
Þingeyjarsveit

Business Central Specialist
Embla Medical | Össur

Join our Startup as Lead Developer
Sundra ehf.

Framendaforritari / Frontend Engineer (React, TypeScript, Next.js)
Miðeind

AWS Cloud Architect & DevOps Engineer
APRÓ

Sviðsstjóri fjármála og upplýsingatækni
Dagar hf.

Viðskiptafræðingur - Bókari
&Pálsson

Fyrirtækjaráðgjafi á Akureyri
Arion banki

Tæknifulltrúi með forritunarhæfni
Nova