
Vinnuskóli Reykjavíkur
Vinnustaðurinn

Um vinnustaðinn
Vinnuskóli Reykjavíkur starfar sumar og vetur og er starfræktur á Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar. Vinnuskólinn er skóli á grænni grein með Grænfána og vinnur eftir Umhverfisstefnu Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar.
Það er stefna skólans að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum í starfi og fræðslu á vettvangi. Sem Grænfánaskóli hefur skólinn Umhverfissáttmála sem starfað er eftir og umhverfisráð skólans tók þátt í að móta. Starfsemi Vinnuskólans á að stuðla að vistvænni hugsun og hegðun starfsfólks og nemenda og miðla fræðslu um umhverfismál, verkkunnáttu og þekkingu á garðyrkjustörfum á greinilegan hátt.
Vinnuskólinn tekur þátt í að bæta starfsumhverfi Umhverfis- og samgöngusviðs þannig að það verði heilnæmara og öruggara.
Starfsfólk Vinnuskólans kynnir Grænfánaáherslur og umhverfissáttmála sumarstarfsmönnum, nemendum og foreldrum.
Verkefnalistar vinnuskólahópa skulu vera í stöðugri endurskoðun með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
Starfsmenn Vinnuskólans skulu vera vakandi yfir líðan nemenda og veita þeim öruggt skjól í sumar- og vetrarstarfi skólans.

Græn skref

Heilsueflandi vinnustaður

ISO 14001 - Vottun umhverfisstjórnunarkerfa

ISO 9001 - Gæðastjórnunarstaðall

Jafnlaunavottun
Borgartún 12-14
1001-5000
starfsmenn