Terra umhverfisþjónusta hf

Terra umhverfisþjónusta hf

Skiljum ekkert eftir
Terra umhverfisþjónusta hf
Um vinnustaðinn
Terra umhverfisþjónusta er líflegur og fjölbreyttur vinnustaður. Hjá félaginu starfa um 250 einstaklingar á starfsstöðvum á nokkrum stöðum á landinu. Alla daga vinnum við af dugnaði og eljusemi að því að gera góða hluti fyrir umhverfið. Fyrirtækið vinnur með fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum í endurvinnslu og umhverfisvænni úrgangsstjórnun með áherslu á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið. Við leggjum mikið upp úr fjölskylduvænu vinnuumhverfi, sterkri liðsheild og jákvæðum og góðum starfsanda. Við erum með öflugt starfsmannafélag sem heldur fjölbreytta viðburði yfir allt árið.

Creditinfo & Festa - Framúrskarandi samfélagsábyrgð 2019

Markmið við­ur­kenn­ing­ar­inn­ar er að vekja at­hygli á því að framúrsk­ar­andi rekst­ur fyr­ir­tækja fel­ur í sér að fyr­ir­tæki há­marki já­kvæð áhrif sín á um­hverf­ið og sam­fé­lag­ið sem þau starfa í ekki síð­ur en fjár­hags­leg­an ár­ang­ur sinn

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Aðildarfélag Festu fyrir samfélagsábyrgð

Í sinni ein­föld­ustu mynd felst sam­fé­lags­ábyrgð í því að fyr­ir­tæki, stofn­an­ir og hverskyns skipu­lags­heild­ir axli ábyrgð og hafi upp­byggi­leg áhrif á um­hverf­ið, stjórn­ar­hætti og sam­fé­lag­ið.

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2021

Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn

ISO 9001 - Gæðastjórnunarstaðall

ISO9001 er alþjóðlega viðurkenndur gæðastjórnunarstaðall.

ISO 14001 - Vottun umhverfisstjórnunarkerfa

Umhverfisstjórnunarstaðallinn ÍST EN ISO 14001:2015 er alþjóðlegur staðall sem skilgreinir kröfur fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja bæta heildar árangur sinn í umhverfismálum með því innleiða í starfsemi sína umhverfisstjórnunarkerfi.

Mannauðshugsandi vinnustaðir 2022

Til að vera meðal leiðandi íslenskra vinnustaða sem uppfylla ströng skilyrði HR Monitor til að vera útnefnd Mannauðshugsandi vinnustaðir þarf að hafa á 12 mánaða tímabili keyrt mannauðsmælingar meðal allra starfsmanna vinnustaðarins í hverjum ársfjórðungi eða frá fjórum til tólf sinnum á líðandi ári.
Berghella 1, 221 Hafnarfjörður

201-500

starfsmenn

Hreyfing

Íþróttastyrkur

Matur

Mötuneyti - niðurgreiddur matur

Skemmtun

Öflugt starfsmannafélag

Búnaður

Frí hleðsla fyrir rafmagnsbíla