
Samkaup
Kaupmennska Sveigjanleiki Áræðni Samvinna

PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Samkaup er framsækið verslunarfyrirtæki sem er leiðandi í viðskiptaháttum, vörugæðum og þjónustu. Samkaup hf reka yfir 60 verslanir víðsvegar um landið og er eitt af stærstu verslunarfyrirtækjum á Íslandi. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland.
Samkaup leggur áherslu á að vera eftirsóttur vinnustaður, með öfluga framlínu þar sem gildi fyrirtækisins, Kaupmennska, Áræðni, Sveigjanleiki og Samvinna eru leiðarljós í öllu starfi.
Samkaup er rekstrarfélag á neytendavörumarkaði með virkt hlutverk í samfélaginu. Hlutverk Samkaupa er að tryggja neytendum vörugæði, góða þjónustu og fjölbreytt vöruval á eins hagstæðu verði og völ er á og með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.
Samkaup skal vera þekkt fyrir að fara alla leið í þágu vörugæða og þjónustu ásamt því að vera í fararbroddi í nýsköpun sem skapar tækifæri fyrir viðskiptavini, samfélag og starfsfólk.

Jafnlaunavottun
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Jafnvægisvog FKA
Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni með það að markmiði að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.
Krossmói 4, 260 Reykjanesbær

Mannauður
Mannauðsstefna Samkaupa er hluti af heildarstefnu fyrirtækisins en eitt af lykilatriðum í velgengni Samkaupa felst í mannauðnum. Samkaup býður upp á tækifæri fyrir starfsfólk sitt að þróast í starfi innan félagsins í samræmi við metnað, hæfni og kunnáttu
Samkaup vill tryggja gott hvetjandi starfsumhverfi og veita starfsfólki sínu tækifæri til að vaxa og dafna í starfi þar sem áhersla er á liðsheild sem vinnur eftir gildum fyrirtækisins.
Heilsa
Samkaup hvetur starfsfólk til heilsueflingar með ýmsum hætti og er starfólki boðinn íþróttastyrkur árlega. Samkaup býður einnig upp á sérstaka velferðaþjónustu sem er ætlað að stuðla að auknum lífsgæðum starfsmanna. Öllu starfsfólki Samkaupa býðst fjölbreytt úrval af þjónustu sem unnin er í samstarfi við Heilsuvernd. Það eru margir þættir sem geta haft áhrif á fólk utan vinnunnar og Samkaup vill rétta út hjálparhönd þegar starfsfólk finnur að það þurfi þess hvort sem það sé þjónusta sálfræðings, lögfræðings, næringafræðings, svefnráðgjafa, fara í alsherjar heilsugreiningu, til markþjálfa, í fjármálaráðgjöf eða fjölskylduráðgjöf, vantar aðstoð sérfræðilækna og svo framvegis.

1001-5000
starfsmenn
Vinnutími
Samkaup leitast eftir að gera starfsfólki kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu með gagnkvæmum sveigjanleika eftir því sem við verður komið á þörf er á.
Hreyfing
Starfsfólk Samkaupa fær árlegan íþróttastyrk.

Nýjustu störfin
Engin störf í boði
Jafnrétti
Samkaup hafa sett sér skýra stefnu í jafnréttismálum sem er órjúfanlegur hluti af heildarstefnu félagsins.
Stefna Samkaupa er að gæta jafnréttis milli kynjanna, kynþátta og trúar og að starfsfólk sé metið óháð uppruna, aldri eða kyni þegar kemur að ráðningum, starfsþróun, símenntun og launakjörum.
Framkvæmdastjórn Samkaupa hefur skuldbundið sig í allri stefnumótun að stuðla að auknu jafnrétti og samþykkti jafnréttisáætlun þar sem lögð er áhersla á að allt starfsfólk sé metið að verðleikum og njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum.
Samkaup hefur formlega hlotið vottun (25.janúar 2019) um að standast kröfur jafnlaunastaðalins ÍST 85:2012 og leyfi Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið 2019 – 2022.

Umhverfið
Samkaup ætla að vera leiðandi í umhverfismálum á smásölumarkaði. Samkaup leggja áherslu á að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af starfseminni og nýta auðlindir eins og kostur er. Umhverfisstefnan nær til allrar starfseminnar.
Við viljum að starfsmenn hugsi um um umhverfið í daglegum störfum og fylgi umhverfisstefnunni með án undantekninga. Lög og reglur í umhverfismálum eru uppfylltar á öllum starfsstöðvum.
Samkaup er fyrsta matvörukeðjan á Íslandi sem vinnur markvisst að því að loka sínum frystum til að bæta gæði á vörum og spara raforku.
Samkaup hf. var eitt af þeim 103 fyrirtækjum og stofnunum sem hafa skuldbundið sig til að setja sér markmið og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Auk þess verður árangur mældur og upplýsingum um stöðu mála miðlað reglulega. Yfirlýsing þessi um aðgerðir í loftslags- og umhverfismálum fellur vel að stefnu Samkaupa um minni sóun og betri nýtingu orku. Samkaup er stoltur þátttakandi og er um leið eina dagvörukeðjan sem tekur þátt í þessu göfuga verkefni.

Menntun og fræðsla
Samkaup leggur ríka áherslu á að styðja starfsfólk sitt áfram til starfsþróunar og er eitt af megin markmiðum fyrirtækisins að starfmenn Samkaupa fái tækifæri til að stunda nám samhliða vinnu sem opnar á tækifæri til frekari starfsþróunar.
Samkaup hefur lagt áherslu á að búa til leiðir fyrir verslunarfólk sitt til að nýta reynslu sína áfram og fá hana metna til framhaldsskólaeininga í gegnum raunfærnimat á móti viðmiðum vinnustaðanáms fyrirtækisins. Einingarnar getur starfsfólk svo nýtt meðal annars áfram í Fagnám verslunar og þjónustu sem kennt er í Verslunarskóla Íslands.
Starfsfólki Samkaupa býðst að halda áfram í diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun og þaðan í BS í viðskiptafræði eða annað háskólanám sem getur nýst í starfi.
Allar þessar námsleiðir eru styrktar af Samkaupum og hægt að stunda samhliða vinnu.
