Orka náttúrunnar

Orka náttúrunnar

ON fyrir umhverfið
Orka náttúrunnar
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Orka náttúrunnar framleiðir ekki bara umhverfisvæna orku fyrir heimili, fyrirtæki og farartæki heldur leggur líka ríka áherslu á rannsóknir og nýsköpun til að tryggja komandi kynslóðum betri lífsgæði. Vernda, styrkja og endurheimta er grunnstefið í umgengni ON við náttúruna og er stolt starfsfólksins. Orka náttúrunnar hefur sett sér það markmið að verða kolefnishlutlaust árið 2030. Mörg skref hafa verið tekin í þá átt og hafa sömuleiðis mörg verkefni, sem unnin eru í samstarfi við okkar fremsta vísindafólk, hlotið verðskuldaða athygli víða um heim.

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Jafnlaunaúttekt PWC

Samkvæmt meginreglu jafnréttislaga ber launagreiðendum að greiða konum og körlum jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Jafnlaunaúttekt PwC greinir kynbundinn launamun innan fyrirtækja þegar tekið hefur verið tillit til annarra þátta sem hafa áhrif á laun, s.s. menntunar, starfsaldurs, starfaflokks og vinnustunda.

Aðildarfélag Festu fyrir samfélagsábyrgð

Í sinni ein­föld­ustu mynd felst sam­fé­lags­ábyrgð í því að fyr­ir­tæki, stofn­an­ir og hverskyns skipu­lags­heild­ir axli ábyrgð og hafi upp­byggi­leg áhrif á um­hverf­ið, stjórn­ar­hætti og sam­fé­lag­ið.

Heimsmarkmiðin

Fyrirtækið er þátttakandi í 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna gegn hlýnun Jarðar.

UN Global Compact

Með þátttöku í Global Compact geta fyrirtæki tekið þátt í því að þróa markaðshagkerfi sem stuðlar að velferð samfélags og umhverfis með því að samtvinna hin tíu grundvallarviðmið við heildarstefnu fyrirtækisins. Grunvallarviðmiðin eru á sviði mannréttinda, vinnumarkaðsmála umhverfismála og baráttu gegn hvers kyns spillingu.
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík

51-200

starfsmenn

Nýjustu störfin

Engin störf í boði