Nova

Nova

Stærsti skemmtistaður í heimi!
Nova
Um vinnustaðinn
Þann 1. desember 2007 opnaði Nova dyrnar að Stærsta skemmtistað í heimi - internetinu! Síðan þá höfum við lagt ofur áherslu á að hlaupa hratt og vera fyrst með nýjungarnar. Við vorum fyrst allra íslenskra símafyrirtækja til að bjóða upp á 4G, 4.5G og nú síðast 5G. Árið 2016 bætti Nova ljósleiðaraþjónustu í vöruframboð sitt sem byggir á kerfi Ljósleiðarans ehf. Ljósleiðari hjá Nova styður 1000 Mb/s hraða, sem er mesti hraði í heimatengingum á Íslandi. Aðeins það besta fyrir okkar fólk! Nova hefur átt ánægðustu viðskiptavinina í farsímaþjónustu samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni sl. 15 ár sem er viðurkenning sem við erum einstaklega þakklát fyrir! Slíkum árangri væri ekki hægt að ná nema með besta liðinu en við leggjum okkur öll fram við það alla daga að skapa besta vinnustaðinn. Nova er skemmtilegur og sveigjanlegur vinnustaður, þar sem mikið er lagt upp úr sjálfstæðum vinnubrögðum, frumkvæði og kappsemi. Þó við segjum sjálf frá, þá er starfsfólk Nova sérlega skemmtilegt, liðsheildin góð og starfsandinn svífur í hæstu hæðum. Við erum sérstaklega stolt, auðmjúk og þakklát fyrir það að hafa fengið nafnbótina Fyrirtæki ársins í fjögur skipti ásamt því að vera Fyrirmyndar fyrirtæki á vegum VR 15 ár í röð og hlotið Jafnlaunavottun 2023-2026. Viltu dansa með okkur?

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

VR - Fyrirtæki ársins 2021

VR veitir 5 fyrirtækjum í hverjum stærðarflokki viðurkenninguna Fyrirtæki ársins út frá viðhorfi starfsmanna til helstu lykilþátta í starfsumhverfinu. Þeir eru stjórnun, starfsandi, launakjör, vinnuaðstaða, sveigjanleiki, sjálfstæði í starfi, ímynd, ánægja og jafnrétti.

VR - Fyrirtæki ársins 2020

VR veitir 5 fyrirtækjum í hverjum stærðarflokki viðurkenninguna Fyrirtæki ársins út frá viðhorfi starfsmanna til helstu lykilþátta í starfsumhverfinu. Þeir eru stjórnun, starfsandi, launakjör, vinnuaðstaða, sveigjanleiki, sjálfstæði í starfi, ímynd, ánægja og jafnrétti.

VR - Fyrirtæki ársins 2022

VR veitir 5 fyrirtækjum í hverjum stærðarflokki viðurkenninguna Fyrirtæki ársins út frá viðhorfi starfsmanna til helstu lykilþátta í starfsumhverfinu. Þeir eru stjórnun, starfsandi, launakjör, vinnuaðstaða, sveigjanleiki, sjálfstæði í starfi, ímynd, ánægja og jafnrétti.

VR - Fyrirtæki ársins 2023

VR veitir 5 fyrirtækjum í hverjum stærðarflokki viðurkenninguna Fyrirtæki ársins út frá viðhorfi starfsmanna til helstu lykilþátta í starfsumhverfinu. Þeir eru stjórnun, starfsandi, launakjör, vinnuaðstaða, sveigjanleiki, sjálfstæði í starfi, ímynd, ánægja og jafnrétti.

VR - Fyrirmyndarfyrirtæki 2024

VR veitir 15 fyrirtækjum í hverjum stærðarflokki viðurkenninguna Fyrirtæki ársins út frá viðhorfi starfsmanna til helstu lykilþátta í starfsumhverfinu. Þeir eru stjórnun, starfsandi, launakjör, vinnuaðstaða, sveigjanleiki, sjálfstæði í starfi, ímynd, ánægja og jafnrétti.
Lágmúli 9, 108 Reykjavík
Nova elskar svo margt!
Nova elskar allskonar og viljum vera virkur partur af því að skapa betra og skemmtilegra samfélag fyrir framtíðina! Nova❤️️Fólk Nova er fyrsti vinnustaður margra starfsmanna. Við þjálfum starfsfólkið okkar af miklum áhuga, erum til staðar og hvetjum þau áfram á hliðarlínunni. Við erum stolt af því hvernig við tæklum verkefnin okkar og erum dugleg að miðla þekkingu bæði í atvinnulífinu sem og menntastofnunum Nova❤️Jafnrétti Allir dansarar á stærsta skemmtistaðnum njóta jafnra launakjara fyrir jafn flókna dansa. Nova hefur innleitt vottað jafnlaunakerfi til að tryggja jafnrétti á vinnustaðnum og skuldbundið sig til að skjalfesta og viðhalda því um ókomna framtíð Nova❤️Geðrækt Fótspor Nova í samfélaginu er að litlu leyti umhverfislegt, en meira vegna ofnotkunar og óábyrgrar notkunar á snjallsímum og samfélagsmiðlum. Við viljum hvetja fólk til að vera meðvitað um skjátíma, skrun á samfélagsmiðlum og skjágláp. Snjalltækin eiga að einfalda lífið, en ekki taka það yfir. Nova❤️Tónlist Frá upphafi hefur Nova stutt við íslenska tónlist með vinatónum, tonlistinn.is, ótal tónleikum og ótrúlegum viðburðum. Nova hefur dansað með tónlistinni í 12 ár og heldur áfram að koma nýjum danssporum á gólfið, nú síðast sem aðalbakhjarl Íslensku tónlistaverðlaunanna Nova❤️Náttúruna Viðskiptavinir Nova geta skilað gamla góða símanum, spjaldtölvunni eða snjallúrinu til Nova og fengið brakandi ferska inneignarnótu í staðin. Nova kemur gömlu græjunni í grænt ferli og allir verða glaðir. Grænu fótsporin ná alla leið upp á skrifstofu. Þar er lítil notkun á pappír og einnota dóti og allir passa upp á að það sem endar í tunnunni sé einstaklega vel flokkað Nova❤️️Nýsköpun Startup SuperNova er samstarfsverkefni Icelandic Startups og Nova. Verkefnið var stofnað árið 2020. Þáttaka í hraðlinum er að fullu styrkt af Nova sem er bakhjarl verkefnisins. Nova elskar frábærar hugmyndir og við viljum svo sannarlega taka þátt í að koma hugmyndum framtíðarinnar á framfæri

51-200

starfsmenn

Fjarvinna

Skemmtun

Hreyfing

Vinnutími