Leirvogstunguskóli
Virðing - Jákvæðni - Framsækni - Umhyggja
Um vinnustaðinn
Leirvogstunguskóli tók til starfa 17. ágúst árið 2011. Í skólanum eru sex deildir: Fossakot, Kvíslakot, Laxakot, Leirukot, Tungukot og Vogakot.
Lögð er áhersla á markvissa og faglega kennslu í gegnum hreyfingu, leik og skynjun en hugmyndafræði skólans byggir á kennsluaðferðinni Leikur að læra þar sem samþætting hreyfingar við stærðfræði, bókstafa- og hljóða, lita- og formkennslu er höfð að leiðarljósi.
Auk þess er lögð rík áhersla á gott foreldrasamstarf ásamt því að mæta hverju barni eins og það er með jákvæðni. Útivera er mikilvægur þáttur í þroska hvers barns og njóta börnin góðs af stórkostlegri og ósnortinni náttúru Mosfellsbæjar þar sem farið er í gönguferðir og ýmisskonar leiki utan leikskólalóðarinnar.
Dagskipulag er skýr rammi utan um leikskólastarfið þar sem ríkir jafnvægi frjálsra og skipulagðra stunda, inniveru og útiveru.
Skipulag og ákveðnar tímasetningar dagsins gefa starfinu festu og öryggi fyrir börn, starfsfólk og foreldra en er þó sveigjanlegt og veitir svigrúm til þess að bregða út af þegar þörf er á.
Jafnlaunavottun
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Laxatunga 70, 270 Mosfellsbær
11-50
starfsmenn