Leirvogstunguskóli

Leirvogstunguskóli

Virðing - Jákvæðni - Framsækni - Umhyggja
Leirvogstunguskóli
Um vinnustaðinn
Leir­vogstungu­skóli tók til starfa 17. ág­úst árið 2011. Í skól­an­um eru sex deild­ir: Fossa­kot, Kvísl­akot, Laxa­kot, Leiru­kot, Tungu­kot og Voga­kot. Lögð er áhersla á mark­vissa og fag­lega kennslu í gegn­um hreyf­ingu, leik og skynj­un en hug­mynda­fræði skól­ans bygg­ir á kennslu­að­ferð­inni Leik­ur að læra þar sem sam­þætt­ing hreyf­ing­ar við stærð­fræði, bók­stafa- og hljóða, lita- og form­kennslu er höfð að leið­ar­ljósi. Auk þess er lögð rík áhersla á gott for­eldra­sam­st­arf ásamt því að mæta hverju barni eins og það er með já­kvæðni. Úti­vera er mik­il­væg­ur þátt­ur í þroska hvers barns og njóta börn­in góðs af stór­kost­legri og ósnort­inni nátt­úru Mos­fells­bæj­ar þar sem far­ið er í göngu­ferð­ir og ým­isskon­ar leiki utan leik­skóla­lóð­ar­inn­ar. Dag­skipu­lag er skýr rammi utan um leik­skóla­starf­ið þar sem rík­ir jafn­vægi frjálsra og skipu­lagðra stunda, inni­veru og úti­veru. Skipu­lag og ákveðn­ar tíma­setn­ing­ar dags­ins gefa starf­inu festu og ör­yggi fyr­ir börn, starfs­fólk og for­eldra en er þó sveigj­an­legt og veit­ir svigrúm til þess að bregða út af þeg­ar þörf er á.

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Laxatunga 70, 270 Mosfellsbær

11-50

starfsmenn