
Leikskólinn Jötunheimar
Vinnustaðurinn

Um vinnustaðinn
Leikskólinn Jötunheimar er 10 deilda leikskóli sem opnaði 2008 við Norðurhóla 3. Í starfsstöðinni í Norðurhólum 3 eru sex deildir en haustið 2023 opnuðu tvær deildir í starfsstöðinni við Heiðarstekk 10 og haustið 2025 munu aðrar tvær opna þar.
Markmið leikskólans
Jötunheimar er heilsueflandi leikskóli. Leiðarljós leikskólans er Leikurinn á vísdóm veit og lögð er áhersla á að þau komi fram í öllu daglegu starfi. Markmið okkar er að öll börn fái að njóta sín á eigin forsendum og getu. Mikilvægt er að börnin fái góðan og samfelldan tíma til leikja og áhersla er lögð á sjálfstæði barnsins til að tjá sig í leik og starfi. Það er meðal annars gert í gegnum skapandi starf, málrækt, hreyfingu og með jákvæðum samskiptum.
Kennsluaðferð leikskólans
Áhersla er á leikinn og að barnið læri í gegnum leik. Fullorðnir eiga að vera leiðbeinandi og styðja börnin í þekkingarleit sinni og gefa þeim nægan tíma til að leysa þau verkefni sem þau eru að fást við.
Norðurhólar 3 og Heiðarstekkur 10