Leikskólinn Hlaðhamrar

Leikskólinn Hlaðhamrar

Vinnustaðurinn
Leikskólinn Hlaðhamrar
Um vinnustaðinn
Leik­skól­inn Hlað­hamr­ar hef­ur ver­ið starf­rækt­ur frá 8. októ­ber 1976. Deild­irn­ar eru 4 tals­ins og heita Hagi, Holt, Hvamm­ur og Höfði. Leik­skól­inn Hlað­hamr­ar starf­ar í anda Regg­io stefn­unn­ar. Hún er að upp­runa frá borg í Norð­ur-Ítalíu sem nefn­ist Regg­io Em­ilia. Frum­kvöðull þess­ar­ar stefnu hét Lor­is Malag­uzzi. Hann sagði að börn hafi 100 mál en frá þeim séu tekin 99, að börn væru skap­andi ein­stak­ling­ar sem búa þarf um­hverfi sem hvet­ur þau til náms. Barn­ið lær­ir með því að kanna, fást við og upp­lifa. Til þess að nálg­ast þessa hug­mynda­fræði er leik­skól­inn Hlað­hamr­ar vel bú­inn efni­viði og að­stöðu s.s. rúm­góð­um og björt­um lista­skála. Mik­ið er not­að­ur verð­laus efni­við­ur til mynd­list­ar og sköp­un­ar. Starfs­ár­inu er skipt í ákveð­in þema­tíma­bil með ákveð­inni yf­ir­skrift sem þó er ekki bind­andi því fyrst og fremst er far­ið eft­ir áhuga­sviði barn­anna hverju sinni. Börn­in eru hvött til að rann­saka og skoða frá öll­um sjón­ar­horn­um. Sér­stök áhersla er lögð á gæði í sam­skipt­um með að­aláherslu á virð­ingu, vináttu og kær­leik og svo skap­andi starf þar sem tek­ið er til­lit til löng­un­ar barns­ins hér og nú og þeim bú­inn skap­andi efni­við­ur og að­stæð­ur í máli og myndíð, til leikja sem og í öðru starfi. Með þessu telj­um við að barn­ið verði skap­andi og frjór ein­stak­ling­ur með hæfni til að velja og hafna í fram­tíð­inni og takast á við form­legra nám síð­ar meir.

Jafnlaunavottun

Hlaðhamrar 1, 270 Mosfellsbær