
Leikskólinn Hlaðhamrar
Vinnustaðurinn

Um vinnustaðinn
Leikskólinn Hlaðhamrar hefur verið starfræktur frá 8. október 1976. Deildirnar eru 4 talsins og heita Hagi, Holt, Hvammur og Höfði.
Leikskólinn Hlaðhamrar starfar í anda Reggio stefnunnar. Hún er að uppruna frá borg í Norður-Ítalíu sem nefnist Reggio Emilia. Frumkvöðull þessarar stefnu hét Loris Malaguzzi. Hann sagði að börn hafi 100 mál en frá þeim séu tekin 99, að börn væru skapandi einstaklingar sem búa þarf umhverfi sem hvetur þau til náms. Barnið lærir með því að kanna, fást við og upplifa. Til þess að nálgast þessa hugmyndafræði er leikskólinn Hlaðhamrar vel búinn efniviði og aðstöðu s.s. rúmgóðum og björtum listaskála. Mikið er notaður verðlaus efniviður til myndlistar og sköpunar.
Starfsárinu er skipt í ákveðin þematímabil með ákveðinni yfirskrift sem þó er ekki bindandi því fyrst og fremst er farið eftir áhugasviði barnanna hverju sinni. Börnin eru hvött til að rannsaka og skoða frá öllum sjónarhornum.
Sérstök áhersla er lögð á gæði í samskiptum með aðaláherslu á virðingu, vináttu og kærleik og svo skapandi starf þar sem tekið er tillit til löngunar barnsins hér og nú og þeim búinn skapandi efniviður og aðstæður í máli og myndíð, til leikja sem og í öðru starfi.
Með þessu teljum við að barnið verði skapandi og frjór einstaklingur með hæfni til að velja og hafna í framtíðinni og takast á við formlegra nám síðar meir.
Jafnlaunavottun
Hlaðhamrar 1, 270 Mosfellsbær
