Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Tengjum heiminn í gegnum Ísland
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Um vinnustaðinn
Isavia sér um rekstur og þróun Keflavíkurflugvallar sem er einn stærsti og líflegasti vinnustaður landsins. Hér stíga landsmenn fyrstu skrefin í átt að nýjum ævintýrum og erlendir gestir hefja Íslandsdvöl sína eða halda leið sinni áfram út í heim. Keflavíkurflugvöllur, eða KEF er stórt samfélag með umfangsmikla starfsemi. Öll vinnum við saman að því að tryggja einstaka upplifun fyrir viðskiptavini okkar, farþegana og flugfélögin sem eiga leið um flugvöllinn.

Jafnlaunavottun

Heimsmarkmiðin

Aðildarfélag Festu fyrir samfélagsábyrgð

Græn skref

Jafnvægisvog FKA

UN Global Compact

Keflavíkurflugvöllur
Jöfn tækifæri
Með jafnréttisstefnunni okkar tryggjum við að starfsfólk hafi jafna möguleika óháð kyni, þjóðerni, kynþætti, kynhneigð, aldurs og fleiri þátta.
Mannauðsstefna
Stefna okkar í mannauðs- og jafnréttismálum er að skapa gott starfsumhverfi þar sem starfsfólk er hvatt til að viðhalda gleðinni, vera hugrakt, uppbyggilegt og um leið að taka ábyrgð á eigin frammistöðu. Við náum árangri sem ein heild.

501-1000

starfsmenn

Hreyfing

Við bjóðum fastráðnu starfsfólki styrk til líkamsræktariðkunar.

Matur

Við niðurgreiðum hádegismat fyrir starfsfólk

Skemmtun

Isavia og starfsmannafélagið, Staffið skipuleggja fjölda viðburða á ári hverju, m.a. glæsilega árshátíð, fjölskyldudag og jólahlaðborð

Þjálfun og starfsþróun
Hjá Isavia fer fram umfangsmikið og metnaðarfullt fræðslustarf. Þjálfun stærstu hópanna eins og flugverndarstarfsmanna, flugvallarstarfmanna og flugumferðastjóra fylgir þjálfunaráætlunum sem samþykktar eru af Samgöngustofu. Sérstök lög og reglur móta rekstrarumhverfi Isavia á sviði flugvallarekstur og flugleiðsöguþjónustu. Reglubundin þjálfun og endurmenntun eru hluti af daglegum störfum okkar starfsfólksins