Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Þínar þarfir - okkar þjónusta
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar
Um vinnustaðinn
Höldur ehf. var stofnað árið 1974, en upphaf Bílaleigu Akureyrar má rekja aftur til ársins 1966. Bílafloti leigunnar er bæði stór og fjölbreyttur og hefur fyrirtækið verið einn umsvifamesti kaupandi nýrra bíla á Íslandi undanfarin ár og hefur verið leiðandi í kaupum á umhverfisvænum bílum. Fjöldi útleigustöðva gerir viðskiptavinum okkar hægt um vik að leigja bíl á einum stað og skila á öðrum. Góð þjónusta og sveigjanleiki er okkar aðalsmerki. Bílaleiga Akureyrar er umboðsaðili Europcar bílaleigukeðjunnar á Íslandi. Á Akureyri rekur fyrirtækið alhliða bílaþjónustu. Má þar nefna dekkjaverkstæði ásamt bílaþvottastöð, bílasölu með nýja og notaða bíla, ásamt glæsilegu bíla- og tjónaviðgerðaverkstæði. Höldur er sölu- og þjónustuaðili á Norðurlandi fyrir bílaumboðin Heklu og Öskju.

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Ábyrg ferðaþjónusta

Ábyrg ferða­þjón­usta er hvatn­ing­ar­verk­efni um að ís­lensk ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sam­mæl­ist um nokkr­ar skýr­ar og ein­fald­ar að­gerð­ir um ábyrga ferða­þjón­ustu. Til­gang­ur verk­efn­is­ins er að stuðla að því að Ís­land verði ákjós­an­leg­ur áfanga­stað­ur ferða­manna um ókomna tíð sem styð­ur við sjálf­bærni fyr­ir kom­andi kyn­slóð­ir þjóð­ar­inn­ar.

ISO 9001 - Gæðastjórnunarstaðall

ISO9001 er alþjóðlega viðurkenndur gæðastjórnunarstaðall.
Tryggvabraut 12, 600 Akureyri
Samfélags- og umhverfismál
Við viljum hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Það gerum við m.a. með því að leggja áherslu á háttvísi og sanngjarna starfshætti og styðja við íþrótta- og menningarstarf um allt land.Við leggjum mikið upp úr umhverfisvernd, setjum okkur árleg markmið og vöktum mikilvæga umhverfisþætti í reksti okkar, ávallt með það í huga að bæta okkur. Á undanförnum árum höfum við gróðursett yfir 20.000 trjáplöntur og við munum halda áfram að gróðursetja! Bílaleiga Akureyrar er leiðandi í orkuskiptum. Árið 2023 voru hreinir rafbílar komnir yfir 500. Bílaleiga Akureyrar er vottuð samkvæmt umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001.
Jafnrétti
Höldur – Bílaleiga Akureyrar starfar í samræmi við jafnréttisáætlun fyrirtækisins. Henni er ætlað að tryggja að hver starfsmaður sé metinn að eigin verðleikum, óháð kyni, aldri og uppruna. Jafnréttisáætlun lýtur að launajafnrétti, jöfnum aðgangi að störfum og menntun og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Fyrirtækið hlaut jafnlaunavottun árið 2020.

201-500

starfsmenn

Góður starfsandi
Höldur kappkostar að vera framúrskarandi vinnustaður þar sem umhyggja er borin fyrir sérhverjum starfsmanni. Með áherslu á gleði, jafnrétti, gott starfsumhverfi, starfsþróun og góða fyrirtækjamenningu er skapaður eftirsóknarverður vinnustaður. Við störfum um allt land og því er árlega árshátíðin okkur mikilvæg en við gerum svo mikið meira saman! Við erum með starfsmannafélög á hverjum stað sem sjá um að halda fjölbreytta viðburði.
Vinnuumhverfi
Við bjóðum upp á frábært vinnuumhverfi þar sem hugað er að vellíðan og öryggi starfsmanna. Ný glæsileg starfstöð var opnuð í Skútuvogi sumarið 2021 og höfuðstöðvar fyrirtækisins á Akureyri endurnýjaðar árið 2019. Verkstæði og þvottasalir eru vel búnir þar sem tryggt er að starfsumhverfi fullnægi öllum kröfum um vinnuvernd og meira til