Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar
Höldur ehf. var stofnað árið 1974, en upphaf Bílaleigu Akureyrar má rekja aftur til ársins 1966. Bílafloti leigunnar er bæði stór og fjölbreyttur og hefur fyrirtækið verið einn umsvifamesti kaupandi nýrra bíla á Íslandi undanfarin ár og hefur verið leiðandi í kaupum á umhverfisvænum bílum. Fjöldi útleigustöðva gerir viðskiptavinum okkar hægt um vik að leigja bíl á einum stað og skila á öðrum. Góð þjónusta og sveigjanleiki er okkar aðalsmerki. Bílaleiga Akureyrar er umboðsaðili Europcar bílaleigukeðjunnar á Íslandi. Á Akureyri rekur fyrirtækið alhliða bílaþjónustu. Má þar nefna dekkjaverkstæði ásamt bílaþvottastöð, bílasölu með nýja og notaða bíla, ásamt glæsilegu bíla- og tjónaviðgerðaverkstæði. Höldur er sölu- og þjónustuaðili á Norðurlandi fyrir bílaumboðin Heklu og Öskju.
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Almenn umsókn

Bílaleiga Akureyrar er starfrækt um allt land en stærstu starfsstöðvar eru í Reykjavík, Keflavík, Akureyri og Egilsstöðum.

Á Akureyri rekum við alhliða bílaþjónustu. Má þar nefna dekkjaverkstæði ásamt bílaþvottastöð, bílasölu með nýja og notaða bíla, ásamt glæsilegu bíla- og tjónaviðgerðaverkstæði.

Við leggjum mikla áherslu á gleði og starfsánægju. Hjá okkur starfar einkar samhentur hópur sem leggur sig fram við að veita viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustu, með lipurð og sveigjanleika að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu!
Auglýsing stofnuð29. október 2021
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Skútuvogur 8, 104 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.