Um vinnustaðinn
Hekla sérhæfir sig i sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bílum frá Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi. Allt eru þetta framleiðendur sem þekktir eru um allan heim fyrir framúrskarandi gæði og áreiðanleika.
Hjá okkur starfar samstilltur hópur reyndra og þjónustulipra starfsmanna sem hafa það að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf. Öflug liðsheild einkennir fyrirtækið sem hefur undanfarin ár verið leiðandi í sölu og viðhaldi á vistvænum bílum.
Við bjóðum upp á alhliða bifreiðaþjónustu og búum yfir einu best búna bifreiðaverkstæði landsins þar sem starfa þrautþjálfaðir bifvélavirkjar.
Hekla er staðsett við Laugaveg 174 í Reykjavík en Hekla Notaðir Bílar eru á Kletthálsi 13 en þar er að finna mikið úrval nýlegra og notaðra bíla.
Þjónusta og sala Heklu snýst um þig.
VR - Fyrirmyndarfyrirtæki 2024
VR veitir 15 fyrirtækjum í hverjum stærðarflokki viðurkenninguna Fyrirtæki ársins út frá viðhorfi starfsmanna til helstu lykilþátta í starfsumhverfinu. Þeir eru stjórnun, starfsandi, launakjör, vinnuaðstaða, sveigjanleiki, sjálfstæði í starfi, ímynd, ánægja og jafnrétti.
Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2023
Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn
Jafnlaunavottun
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
ISO 9001 - Gæðastjórnunarstaðall
ISO9001 er alþjóðlega viðurkenndur gæðastjórnunarstaðall.
Moodup - Vinnustaður í fremstu röð 2023
Vinnustaður í fremstu röð er ný viðurkenning fyrir vinnustaði sem sýna í verki að þeir hugsa um starfsfólk sitt og tryggja því gott starfsumhverfi.
Laugavegur 174A, 105 Reykjavík
26690
Fylgjendur á Facebook
Fylgjendur á Facebook
Vefverslun aukahluta
Í vefverslun aukahluta er hægt að skoða og kaupa ýmiskonar aukahluti frá vörumerkjum Heklu. Hér má finna allt frá bollum og sparkbílum yfir í toppboga og felgur.
Sýningarsalur á vefnum
Sýningarsalur nýrra bíla Heklu á vefnum er alltaf opinn.
Hér má sjá bíla sem eru til á lager eða eru væntanlegir til landsins. Hægt er að taka frá bíla og senda inn fyrirspurnir.
51-200
starfsmenn
1933
stofnár
80%
20%
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar varðandi störf hjá Heklu veitir Rut Vilhjálmsdóttir mannauðsstjóri, rut@hekla.is